Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Fréttir

2. desember

Ósæmileg aðför að múslímum hörmuð

Ásatrúarfélagið, ásamt öðrum aðilum að Samráðsvettfangi trúfélaga harmar hina ósæmilegu aðför að múslímum, sem átti sér stað á byggingarlóð Félags músima á Íslandi þann 27. nóvember. Félögin leggja áherslu á mikilvægi þess að allir fari að íslenskum lögum og virði fullt trúfrelsi allra landsmanna.
3. nóvember

Sigurlaug Lilja nýr lögsögumaður

Á opnum lögréttufundi í dag var Sigurlaug Lilja Jónasdóttir kosin lögsögumaður.  Hún hefur verið staðgengill lögsögumanns í tvö ár og hefur nú sætaskipti við Hall Guðmundsson, sem verður nú staðgengill hennar.  
2. nóvember

Hilmar Örn endurkjörinn til fimm ára

Hilmar Örn Hilmarsson var einn í kjöri til til allsherjargoða til næstu fimm ára á allsherjarþingi í dag. Hann greindi frá því að hann hefði verið búinn að ákveða að draga sig í hlé en hætt við það og fallist á að sitja eitt kjörtímabil enn.

Alda Vala Ásdísardóttir og Sigurður Mar Halldórsson eru ný goðaefni félagsins. Þau hefja nú störf við hlið starfandi goða með það að markmiði að taka vígslu eftir tvö ár.

Tveir aðalmenn voru kosnir í lögréttu, Hallur Guðmundsson og Kári Pálsson. Hallur hefur verið lögsögumaður síðustu tvö ár en Kári er nýr lögréttumaður.  
9. október

Salurinn eins og nýr

Salur Ásatrúarfélagsins hefur gengið í gegnum miklar breytingar og aldrei litið betur út eftir að við fluttum í Síðumúla. Salurinn er nú bjartari og vistlegri en nokkru sinni fyrr.  Í honum er ágætur tækjabúnaður til fyrirlestrahalds og funda fyrir vel 50 manns í sæti og hægt að leigja salinn gegn sanngjörnu verði. 
6. september

Vetrarstarfið að hefjast

Fastir liðir í vetrarstarfinu verða leshópur, 3-bíó, opið hús og siðfestufræðsla. Haustblót verður haldið fyrsta vetrardag og allsherjarþing viku síðar.
27. ágúst

Siðfræðsla

Fræðsla fyrir siðfestuathafnir Ásatrúarfélagsins hefst að nýju laugardaginn 28. september. Fræðslan fer fram síðasta laugardag hvers mánaðar og hefst kl 12:00 í Síðumúla 15.  Umsjón með fræðslunni hafa Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði.
14. ágúst

Íris Ellenberger ráðin til starfa

Íris Ellenberger hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu Ástrúarfélagins. Með tilkomu starfsmanns á skrifstofu eykst þjónusta Ásatrúarfélagsins við félagana gífurlega. Skrifstofan verður opin alla virka daga, auk þess sem allur daglegur rekstur auðveldast til muna. 

Ásatrúarfélagið

Gildi
Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum.
Stofnað
1972 (löggilt 1973)
Félagar
2.434 (3. apríl 2014)
Skráning í félagið
Allsherjargoði
Hilmar Örn Hilmarsson (v)
Aðrir goðar
Jóhanna Harðardóttir (v),
     staðgengill allsherjargoða
Baldur Pálsson (v)
Haukur Dór Bragason (v)
Jónína K. Berg (v)
Ragnar Elías Ólafsson (v)
Tómas V. Albertsson (v)
Alda Vala Ásdísardóttir
Andrea Ævarsdóttir
Eyvindur P. Eiríksson
Sigurður Mar Halldórsson

v=með vígsluréttindi [Um goða]
Lögsögumaður
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
formaður Lögréttu, stjórnar félagsins
Skrifstofa
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Opið virka daga frá 13:30 – 16:30.
Fréttabréf

Framundan

Í dag

Hátíðahöld í Reykjavík og á Austurlandi í tilefni af sumardeginum fyrsta

Blót verða haldin í Reykjavík, Sílavík og Blöndalsbúð í Eyjólfsstaðaskógi í tilefni af sumardeginum fyrsta 24. apríl. Öll hjartanlega velkomin. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um tímasetningar o.fl.
Laugardag 26. apríl kl. 14:00

Opið hús: Alaric Hall flytur erindið "Hvað er með álfum? Elves in Anglo-Saxon England"

Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Að þessu sinni heldur Alaric Hall erindið Hvað er með álfum? Elves in Anglo-Saxon England. Umræður verða að erindi loknu. Kaffi og meðlæti á sínum stað. Öll velkomin.
Óðinsdag 30. apríl kl. 20:00

Leshópur: Kvæði og fræði um Loka

Leshópur Ásatrúarfélagins er öllum opinn, bæði félagsmönnum og öðrum áhugasömum um viðfangsefnið. Í vetur eru tekin fyrir kvæði og fræði sem tengjast Loka.
Laugardag 3. maí kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 7. maí kl. 20:00

Leshópur: Kvæði og fræði um Loka

Leshópur Ásatrúarfélagins er öllum opinn, bæði félagsmönnum og öðrum áhugasömum um viðfangsefnið. Í vetur eru tekin fyrir kvæði og fræði sem tengjast Loka.
Laugardag 10. maí kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 14. maí kl. 20:00

Leshópur: Kvæði og fræði um Loka

Leshópur Ásatrúarfélagins er öllum opinn, bæði félagsmönnum og öðrum áhugasömum um viðfangsefnið. Í vetur eru tekin fyrir kvæði og fræði sem tengjast Loka.
Laugardag 24. maí kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 28. maí kl. 20:00

Leshópur: Kvæði og fræði um Loka

Leshópur Ásatrúarfélagins er öllum opinn, bæði félagsmönnum og öðrum áhugasömum um viðfangsefnið. Í vetur eru tekin fyrir kvæði og fræði sem tengjast Loka.
Ásatrúarfélagið    Síðumúla 15, 108 Reykjavík    Sími: 5618633    Pósthólf: 8668, 128 Reykjavík    Netfang: asatru@asatru.is