Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Fréttir

26. ágúst

Statement

To clarify our position on certain issues, the Ásatrúarfélagið issues the following statement.
 
We always welcome visitors from abroad, as well as Icelanders, with an interest in our cultural heritage and spiritual traditions. We respect everyone‘s interest in the Ásatrúarfélagið and our religious traditions, but we do not necessarily agree with every visitor’s ideas of the form that Ásatrú should have in our modern world. Visitors should not assume that we automatically agree with or endorse their own views and practices.

See more
22. ágúst

Starfsmaður óskast á skrifstofu Ásatrúarfélagsins

Ásatrúarfélagið óskar eftir starfsmanni á skrifstofu sína í u.þ.b. hálft starf. Starfið felst að miklu leyti í samskiptum við fólk. Umsækjandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, hafa skipulagshæfileika og geta unnið sjálfstætt. Gott vald á ensku er skilyrði og reynsla af almennum skrifstofustörfum æskileg. Vinnutími: 16-20 tímar á viku á VR-taxta. Skrifstofutími er 13:30–16 alla virka daga. Nánari upplýsingar hér.
18. júlí

Sumarleyfi á skrifstofunni

Skrifstofa Ásatrúarfélagsins verður lokuð frá 22. júlí til og með 1. ágúst vegna sumarleyfa.
2. desember

Ósæmileg aðför að múslímum hörmuð

Ásatrúarfélagið, ásamt öðrum aðilum að Samráðsvettfangi trúfélaga harmar hina ósæmilegu aðför að múslímum, sem átti sér stað á byggingarlóð Félags músima á Íslandi þann 27. nóvember. Félögin leggja áherslu á mikilvægi þess að allir fari að íslenskum lögum og virði fullt trúfrelsi allra landsmanna.
3. nóvember

Sigurlaug Lilja nýr lögsögumaður

Á opnum lögréttufundi í dag var Sigurlaug Lilja Jónasdóttir kosin lögsögumaður.  Hún hefur verið staðgengill lögsögumanns í tvö ár og hefur nú sætaskipti við Hall Guðmundsson, sem verður nú staðgengill hennar.  
2. nóvember

Hilmar Örn endurkjörinn til fimm ára

Hilmar Örn Hilmarsson var einn í kjöri til til allsherjargoða til næstu fimm ára á allsherjarþingi í dag. Hann greindi frá því að hann hefði verið búinn að ákveða að draga sig í hlé en hætt við það og fallist á að sitja eitt kjörtímabil enn.

Alda Vala Ásdísardóttir og Sigurður Mar Halldórsson eru ný goðaefni félagsins. Þau hefja nú störf við hlið starfandi goða með það að markmiði að taka vígslu eftir tvö ár.

Tveir aðalmenn voru kosnir í lögréttu, Hallur Guðmundsson og Kári Pálsson. Hallur hefur verið lögsögumaður síðustu tvö ár en Kári er nýr lögréttumaður.  
9. október

Salurinn eins og nýr

Salur Ásatrúarfélagsins hefur gengið í gegnum miklar breytingar og aldrei litið betur út eftir að við fluttum í Síðumúla. Salurinn er nú bjartari og vistlegri en nokkru sinni fyrr.  Í honum er ágætur tækjabúnaður til fyrirlestrahalds og funda fyrir vel 50 manns í sæti og hægt að leigja salinn gegn sanngjörnu verði. 

Ásatrúarfélagið

Gildi
Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum.
Stofnað
1972 (löggilt 1973)
Félagar
2.488 (4. júní 2014)
Skráning í félagið
Allsherjargoði
Hilmar Örn Hilmarsson (v)
Aðrir goðar
Jóhanna Harðardóttir (v),
     staðgengill allsherjargoða
Baldur Pálsson (v)
Haukur Dór Bragason (v)
Jónína K. Berg (v)
Ragnar Elías Ólafsson (v)
Tómas V. Albertsson (v)
Alda Vala Ásdísardóttir
Andrea Ævarsdóttir
Eyvindur P. Eiríksson
Sigurður Mar Halldórsson

v=með vígsluréttindi [Um goða]
Lögsögumaður
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
formaður Lögréttu, stjórnar félagsins
Skrifstofa
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Opið virka daga frá 13:30 – 16:30.
Fréttabréf

Framundan

Laugardag 6. september kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Laugardag 13. september kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Laugardag 20. september kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Laugardag 4. október kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Ásatrúarfélagið    Síðumúla 15, 108 Reykjavík    Sími: 5618633    Pósthólf: 8668, 128 Reykjavík    Netfang: asatru@asatru.is