Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Fréttir

26. nóvember

Landvættablót fullveldisdaginn 1. desember 2015


Blót verða haldin víða um land á þriðjudaginn n.k.
Bergrisinn verður blótaður við Víkingaheima, Innri Njarðvík, Reykjanesbæ.
Griðungurinn verður blótaður í Einkunnum við Borgarnes.
Drekinn verður blótaður við Ferjusteina, við norðurenda Lagarfljótsbrúar, bílastæði við Bókakaffi.
Örninn verður blótaður á Hamarkotstúni á Akureyri.
Síðast en ekki síst verður sameiningarblót haldið á Þingvöllum í Almannagjá.
Blótin hefjast öll kl. 18:00 nema við Ferjusteina en það byrjar kl. 20:00. Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
17. nóvember

Geirmundar saga Heljarskinns í Síðumúlanum 21. nóvember kl. 14:00

Bergsveinn Birgisson er einhver margslungnasti, ef ekki fjölkunnugasti, höfundur sinnar kynslóðar.
Á íslensku hefur Bergsveinn ritað tvær ljóðabækur, tvær „hefðbundnar“ skáldsögur, skáldfræðisöguna „Handbók um hugarfar kúa“ og nýverið kom út síðasta verk hans, hið illflokkanlega „íslenzka fornrit: Geirmundar Saga Heljarskinns“.

Bergsveinn mun koma og lesa upp úr nýju bókinni sinni á opna húsinu hér í Síðumúlanum laugardaginn 21. nóvember kl. 14 og svara fyrirspurnum á eftir.
Einnig gefst fólki kostur á því að kaupa árituð eintök á tilboðsverði. Allir eru velkomnir.
28. október

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2015


Allsherjarþing verður haldið laugardaginn 31. október í sal félagsins að Síðumúla 15 og hefst það kl. 14:00.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Skýrsla lögréttu
2. Reikningar
3. Kosning fulltrúa í lögréttu
4. Kosning skoðunarmanna reikninga
5. Ávarp allsherjargoða
6. Staða hofbyggingar
7. Önnur mál

Félagsmenn eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
20. október

Haustblótið næsta laugardag, 24. október


Hausblótið verður haldið fyrsta vetrardag eða laugardaginn 24. október í sal félagsins að Síðumúla 15. Húsið verður opnað kl. 19:30 og blótið hefst kl. 20:00, blóttollur er 3.500 krónur og má greiða hann hér á skrifstofunni á milli kl. 13:30 og 16:00 alla virka daga. Einnig má millifæra inná reikning félagsins (0101-26-011444, kt. 680374-0159).

Í boði verður:
- Haustveisla að hætti veitingastaðarins Soho
- Hugleikur Dagsson skemmtir við borðhald
- Kári og Sigurboði flytja okkur Baldursdrauma

Allir eru  velkomnir!
15. október

Fornir fundir í lit-sýning í sal Ásatrúarfélagsins

Fyrsta einkasýning Elaine Ní Cuana á Íslandi í sal Ásatrúarfélagsins.
Laugardaginn 17. október kl. 13:00 opnar Elaine Ní Cuana sýningu á akrýlverkum á striga í sal félagsins í Síðumúla. Sýningin verður síðan opin á skrifstofutíma eða alla virka daga milli kl 13:30 og 16:00 og á opnu húsi alla laugardaga milli kl 14:00 og 16:00 Sýningin er sölusýning og stendur út nóvember.
Elaine sem er írsk gengur undir listamannsnafninu Sgraffito, en margir ásatrúarmenn þekkja hana betur sem einn af tónlistarmönnunum í Hrafnagaldri og hefur oft skemmt okkur á blótum.
13. október

Barnagaman verður annan hvern sunnudag í vetur

Við viljum vekja athygli á því að Barnagaman Ásatrúarfélagsins verður framvegis annan hvern sunnudag, frá kl. 13:00 til 15:00. Næsta sunnudag, 18. október, er mæting hér í Síðumúlann en svo verður farið í göngutúr og leiksvæðið á Klambratúni skoðað. Allir eru velkomnir að koma með börnin sín og vera með. Sjá nánar á Face-booksíðu Barnagamans https://www.facebook.com/groups/853254824753897/?fref=ts
18. september

Fleygun hafin fyrir hofinu


Það er gleðiefni að segja frá því að fleygun er hafin fyrir hofinu í Öskjuhlíðinni. Stórar vinnuvélar eru þar á sveimi að vinna sitt verk. Verkinu miðar vel áfram. Staðarvættir eru okkur hliðhollir og berglög sömuleiðis.

Ásatrúarfélagið

Gildi
Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum.
Stofnað
1972 (löggilt 1973)
Félagar
3.101 (30. september 2015)
Skráning í félagið
Allsherjargoði
Hilmar Örn Hilmarsson (v)
Aðrir goðar
Jóhanna Harðardóttir (v),
     staðgengill allsherjargoða
Alda Vala Ásdísardóttir (v)
Baldur Pálsson (v)
Haukur Bragason (v)
Jónína K. Berg (v)
Ragnar Elías Ólafsson (v)
Sigurður Mar Halldórsson (v)
Tómas V. Albertsson (v)
Eyvindur P. Eiríksson

v=með vígsluréttindi [Um goða]
Lögsögumaður
Kári Pálsson
formaður Lögréttu, stjórnar félagsins
Skrifstofa
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Opið virka daga frá 13:30 – 16:00.
Fréttabréf

Framundan

Á morgun kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Sunnudag 29. nóvember  kl.   13:00

Barnagaman Ásatrúarfélagsins

Barnagaman félagsins verður annan hvern sunnudaga frá kl. 13:00 til 15:00.  Í hvert skipti mun eitthvað sérstakt vera á döfinni í Síðumúlanum og umsjónarmenn eru þær Svandís Leósdóttir og Fjóla Elvan. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Barnagaman Ásatrúarfélagsins.
Týsdag 1. desember  kl.   20:00

Handverkskvöld annan hvern þriðjudag kl. 20:00

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki. Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Markmiðið er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og jafnframt að fá fagaðila öðru hverju til að vera með kennslu, leiðbeiningar eða erindi þessi kvöld. Heitt er á könnunni, meðlæti á boðstólum og allir félagsmenn eru velkomnir.
Óðinsdag 2. desember kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist öll miðvikudagskvöld í Síðumúla 15, kl. 20. Völuspá verður áfram á dagskrá. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir.
Laugardag 5. desember kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 9. desember kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist öll miðvikudagskvöld í Síðumúla 15, kl. 20. Völuspá verður áfram á dagskrá. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir.
Laugardag 12. desember kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Sunnudag 13. desember kl. 13:00

Barnagaman Ásatrúarfélagsins

Barnagaman félagsins verður annan hvern sunnudaga frá kl. 13:00 til 15:00.  Í hvert skipti mun eitthvað sérstakt vera á döfinni í Síðumúlanum og umsjónarmenn eru þær Svandís Leósdóttir og Fjóla Elvan. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Barnagaman Ásatrúarfélagsins.
Týsdag 15. desember kl. 20:00

Handverkskvöld annan hvern þriðjudag kl. 20:00

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki. Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Markmiðið er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og jafnframt að fá fagaðila öðru hverju til að vera með kennslu, leiðbeiningar eða erindi þessi kvöld. Heitt er á könnunni, meðlæti á boðstólum og allir félagsmenn eru velkomnir.
Óðinsdag 16. desember kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist öll miðvikudagskvöld í Síðumúla 15, kl. 20. Völuspá verður áfram á dagskrá. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir.
Laugardag 26. desember kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14 og 16. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 30. desember kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist öll miðvikudagskvöld í Síðumúla 15, kl. 20. Völuspá verður áfram á dagskrá. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir.
Sunnudag 27. desember kl. 13:00

Barnagaman Ásatrúarfélagsins

Barnagaman félagsins verður annan hvern sunnudaga frá kl. 13:00 til 15:00.  Í hvert skipti mun eitthvað sérstakt vera á döfinni í Síðumúlanum og umsjónarmenn eru þær Svandís Leósdóttir og Fjóla Elvan. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Barnagaman Ásatrúarfélagsins.
Týsdag 29. desember kl. 20:00

Handverkskvöld annan hvern þriðjudag kl. 20:00

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki. Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Markmiðið er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og jafnframt að fá fagaðila öðru hverju til að vera með kennslu, leiðbeiningar eða erindi þessi kvöld. Heitt er á könnunni, meðlæti á boðstólum og allir félagsmenn eru velkomnir.
Ásatrúarfélagið    Síðumúla 15, 108 Reykjavík    Sími: 5618633    Pósthólf: 8668, 128 Reykjavík    Netfang: asatru@asatru.is