Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Handverkskvöld

Síðumúli 15
19. september 2017  kl.  20:00  til  22:00
Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki ajfnt byrjendur sem lengra komna.
Hvort sem það er prjónaskapur, hekl, útsaumur, klipp og lím eða hvað sem er.
Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Oft er gott að koma verki af stað eða jafnvel klára eldri vinnuna í góðra vina hópi.
Markmiðið handverkskvöldana er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og læra eitthvað nýtt saman. Þá er gaman að segja frá því að öðru hverju koma fagaðilar í heimsókn til að vera með kennslu, veita félagsmönnum leiðbeiningar við hitt og þetta eða til þess að halda fræðandi erindi um sérsvið sín.
Ekki er verra að muna það að við erum með heitt kaffi á könnunni og bjóðum upp á gómsætt meðlæti með því.
Allir félagsmenn eru velkomnir.