Spáð er illviðri um allt land á morgun þriðjudaginn 1.desember og Veðurstofan varar við ferðalögum.
Við vitnum í Loddfáfnismál en þar segir meðal annars;
Á fjalli eða firði
ef þig fara tíðir,
fástu að veðri vel
Blótin verða ekki haldin nema veður og færð leyfi örugg ferðalög. Fylgist með á vefsíðunum og hjá þeim goðum sem standa að blótunum en þau eru: Hilmar á ÞIngvöllum, Jóhanna í Reykjanesbæ, Jónína í Borgarfirði, Ragnar á Akureyri og Baldur á Egilsstöðum.