Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Alda Vala og Sigurður Mar fá vígsluréttindi

Í sumar fór fram tvöföld goðavígsla á vegum félagsins í einstaklega góðu veðri á Þingvöllum. Það voru þau Alda Vala Ásdísardóttir og Sigurður Mar Halldórsson sem hafa verið undanfarin tvö ár í þjálfun sem hlutu vígslu. Alda Vala býr í Mosfellssveit og fer nú með Hvammverjagoðorð. Sigurður Mar býr á Höfn í Hornafirði og fer með Svínfellingagoðorð.