Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Vor siður í nýrri mynd

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að blaðið, Vor siður er komið út í nýrri mynd. Flestir af okkar félagsmönnum ættu nú þegar að hafa fengið gripinn í hendur. Blaðið verður líka selt fljótlega á nokkrum vel völdum sölustöðum. Jóhanna G. Harðardóttir Kjalnesingagoði ritstýrði blaðinu sem er fullt af fjölbreyttu efni. Stórar og smáar greinar prýða blaðið, viðtöl, frásagnir, sérsmíðuð krossgáta og margt fleira. Myndirnar sem prýða blaðið eru margar og fallegar enda færir ljósmyndarar þar á ferð. Það eru þau Ásgeir Ásgeirsson (Geirix) og Silke Schurack. Um útlit og umbrot sá Gréta Hauksdóttir. Umsjón dagatals var Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði.