Skip to main content

Á döfinni hjá Ásatrúarfélaginu í desember.

Eftir nóvember 28, 2025Fréttir

Viðburðir Ásatrúarfélagsins í desember

  1. desember – Landvættablót í öllum landsfjórðungum kl. 18:00
  • Dalverjagoði helgar blót í Víkurfjöru.
  • Þingskálagoði helgar blót við Óslandstjörn á Höfn í Hornafirði.
  • Haukadalsgoði helgar blót í Bolungarvík við Völuspárskiltið.
  • Þveræingagoði helgar blót á Hamarkotstúni á Akureyri.
  • Landvættablót í Almannagjá á Þingvöllum.

Nánari upplýsingar um landvættablótin í eru hér á vefsíðunni undir liðnum dálknum „Fréttir“.

 

Fyrirlestrar í hofinu í Öskjuhlíð

  • 13. desember – Stefán Pálsson heldur erindi um útgáfusögu Goðheimabókanna.
  • 14. desember  – Ása Hlín Benediktsdóttir kynnir bókina Hallormsstaðaskógur. Einnig verður jólaföndur fyrir börnin ásamt heitu kakó og piparkökum.
  • 20. desember – Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson, þjóðfræðingar á Ströndum, rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin.

Nánari upplýsingar um fyrirlestra eru hér á vefsíðunni undir liðnum dálknum „Fréttir“.

 

  1. desember – Jólablót Ásatrúarfélagsins
  • Jólablót á Akranesi kl. 18:00 í Stúkuhúsinu við Byggðasafnið.
  • Jólablót í Þingskálum í Hornafirði kl. 14:00.
  • Jólablót í Ásheimum í Skagafirði kl. 18:00.
  • Jólablót á Ráðhústorginu á Akureyri kl. 18:00.
  • Jólablót við Ferjusteina við Lagarfljótsbrú á Fljótdalshéraði kl. 18:00.
  • Jólablót í Öskjuhlíð í Reykjavík kl. 18:00. Í kjölfarið verður slegið til veislu. (Miðasala í veislu og nánari upplýsingar síðar).

Ítarlegar upplýsingar um jólablótin berast er nær dregur.

 

Fastir liðir 

  • Handverkskvöld og opin hús verða á sínum stað en raskast örlítið vegna anna í desember. Fylgist með á facebook eða www.asatru.is.