Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Allsherjarþing 2014

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins
1. nóvember 2014 kl. 14:00 í félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15, Reykjavík.
 
 
Fundur settur kl. 14:10. Allsherjargoði, Hilmar Örn Hilmarsson, helgaði þingið og stakk að því loknu upp á Þorvaldi Þorvaldssyni sem fundarstjóra og Óttari Ottóssyni sem fundarritara. Voru þeir báðir samþykktir einróma.
 
1.      Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar
 
Skýrslan lesin upp af Huldu Sif Ólafsdóttur, gjaldkera, í fjarveru Sigurlaugar Lilju Jónasdóttur, lögsögumanns.
 
Fundarstjóri lagði til að allsherjargoði, vegna anna hans við skyldustörf annars staðar, fengi að skjóta inn kynningu á goðum. Kynntur var Árni Sverrisson, Skagafirði, sem síðan tók til máls. Árni var samþykktur með lófataki. Alda Vala Ásdísardóttir bauð hann sérstaklega velkominn sem nýjan goða á landsbyggðinni.
 
Að tillögu fundarstjóra var ákveðið að umræður um skýrsluna færi fram samhliða umræðum um reikninga.
 
2.      Reikningar lagðir fram til umræðu og staðfestingar
 
Hulda Sif Ólafsdóttir, gjaldkeri, fór ýtarlega yfir ársreikninga félagsins.
Hulda undirstikaði að leitast sé við að hafa bókhald félagsins eins opið og skýrt og kostur er, svo auðveldara sé að glöggva sig á stöðu mála.
 
Rekstrarhagnaður er margfalt hærri en í fyrra og rekstrarniðurstaða verulega hærri.
 
Félagar voru alls 2.382 þann 1. desember 2013. Sóknargjöld voru kr. 728 á mann árið 2013. Þau hafa verið hækkuð og stefnt er að frekari leiðréttingu. Hækkanir auka tekjur félagsins um rúmar 100.000 kr./mán., en um 300 kr. vantar upp á til að ná reiknuðum sóknargjöldum, þ.e. að ríkið skili kirkjuskattinum óskertum til félagsins.
 
Umræður um skýrslu og reikninga:
 
Óttar Ottósson benti á smánarlega lága vexti á Hörgssjóðnum í Landsbankanum og lagði til að sjóðurinn yrði ávaxtaður betur annars staðar.


Gunnar Gunnarsson spurði um upphaf byggingaframkvæmda.
 
Haukur Dór Bragason hrósaði Huldu fyrir góð störf og ýtarlegar skýringar á reikningum og hvatti hana til áframhaldandi setu sem gjaldkeri.
 
Þorri Jóhannsson benti á gamla umræðu um fjárframlög til hofbyggingar frá erlendum aðilum. Taldi mikinn vilja til þess meðal útlendinga.
 
Halldór Bragason þakkaði Huldu fyrir frammistöðu í embætti, skýringar á ýmsum liðum o.fl. Í svari Huldu kom fram að kostnaðargreining verkfræðistofu hafi leitt í ljós að félagið hefði fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í fyrri áfanga hofbyggingar. Halldór ítrekaði óskir um möguleika á fjárstyrkjum á Interneti og hvatti til að drifið yrði í að opna fyrir þann möguleika.
 
Jóhannes A. Levy spurði um fasteignagjöld vegna byggingarlóðarinnar í Öskjuhlíð, sem Reykjavíkurborg tók sér af reikningi félagsins í trássi við landslög.
 
Skýrsla: Samþykkt einróma.
Reikningar: Samþykktir einróma.
 
3.      Lagabreytingar og aðrar tillögur.
 
Engar tillögur hafa borizt.
 
4.      Kosið í lögréttu.
 
Fundarstjóri lagði til að gert yrði fundarhlé meðan talning atkvæða ferí fram.
 
Tveggja ára kjörtímabili Huldu Sifjar, Hrafnhildar og Sigurlaugar Lilju er runnið út. Sú síðastnefnda gefur ekki kost á sér aftur.
 
Frambjóðendur kynntu sig stuttlega. Síðan var gengið til atkvæða, skriflega.
 
Hauki Dór Bragasyni, Ásdísi Helgu Hafdísardóttur og Þorra Jóhannssyni var falið að standa fyrir talningu atkvæða. Gert var fundarhlé á meðan.
 
Framboð og atkvæðafjöldi (3 laus sæti):
*Hulda Sif Ólafsdóttir - 27
*Lenka KováÅ™ová - 15
*Urður Snædal - 14
Hrafnhildur Borgþórsdóttir - 8
Sigurboði Grétarsson - 7
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík - 7
Jóhannes A Levy - 4
Þorsteinn Sveinsson - 4
 
Kosningu hlutu Hulda, Lenka og Urður.
Samtals voru greidd 86 atkvæði á 29 seðlum, sem allir reyndust gildir.
 
Varamenn:                                   
*Silke Schurack – 13
*Sigurboði Grétarsson - 12
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík - 11
Böðvar Þórir Gunnarsson – 10
Halldór Bragason - 7
Hrafnhildur Borgþórsdóttir - 2
 
Kosningu hlutu Silke og Sigurboði.
Samtals voru greidd 55 atkvæði á 28 seðlum. Einn seðill taldist ógildur.
 
Magnús Jensson, arkitekt, greindi frá stöðu hofbyggingarmála, meðan beðið var niðurstöðu atkvæðatalningar. Allsherjargoði mætti aftur til fundar. Fram kom, að byggðir verða 850 m² í 3 áföngum. Póstfangið er Menntasveigur 15, 101 Reykjavík. Umfjölluninni var fagnað með lófataki.
 
5.      Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
 
Halla Lúthersdóttir og Rún Knútsdóttir gefa aftur kost á sér. Sjálfkjörnar með lófataki.
 
6.      Önnur mál.
 
Gunnar Hallsson óskaði Árna Sverrissyni tiil hamingju með nýja hofið, Ásheim á Efra-Ási í Skagafirði.
 
Þorsteinn Sveinsson lýsti ánægju sinni með kynningu á hofinu í Öskjuhlíð, en efasemdum um notagildi og listrænt gildi.
 
Óttar Ottósson fagnaði nýkjörnum lögréttumönnum og bauð þá velkomna til starfa.
 
Hulda Sif Ólafsdóttir minnti á lögboðinn opinn lögréttufund daginn eftir kl. 13:00.
 
Halldór Bragason benti á að allir lögréttufundir eigi að vera opnir skv. lögum félagsins. Enginn lögboðinn fundur var haldinn í september.
 
Lenka KováÅ™ová sagði fundi geta orðið of fjölmenna og að allar fundargerðir séu  birtar á netinu í kjölfarið.
 
Haukur Dór Bragason vitnaði í lög félagsins þar sem kveðið er á um að aðeins 3 árlegir fundir skuli vera opnir.
 
Alda Vala Ásdísardóttir baðst velvirðingar á hinum gleymda septemberfundi. Mannlegum mistökum væri um að kenna.
 
Hanna Hlöðversdóttir sagði mikið að gera hjá goðum og spurði hve margir þeir  væru.
 
Hilmar Örn Hilmarsson svaraði því til að 2 goðar væru í þjálfun, Alda Vala Ásdísardóttir og Sigurður Mar, en Árni Sverrisson er nýr. Fleiri goðaefni vantar, sérstaklega á Vestfjörðum. Finna þarf fleiri á borð við Baldur Pálsson (sem tólffaldaði fjölda félaga í goðorði sínu) og Árna Sverrisson. Stendur allt til bóta, ekki sízt vegna breytts viðhorfs stjórnvalda. Goðar eru sem sagt 7 virkir og 3 í deiglunni.
 
Jónína Kristín Berg bar fram þakkir til allra sem lagt hafa hönd á plóginn.
 
Þorsteinn Sveinsson lýsti ánægju sinni með fundinn og reikningana og hofið.
 
Fleira ekki rætt; fundi slitið kl. 17:15.
 
 
Óttar Ottósson,
fundarritari.