Skip to main content

Allsherjarþing 2023. Ný lögrétta og breyting á lögum.

Eftir nóvember 9, 2023Fréttir
Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins var haldið 2. nóvember síðastliðinn, en þar var meðal annars var kosið um nýja meðlimi lögréttu. Eftir talningu og opinn lögréttufund sunnudaginn 3. nóvember er nýskipuð lögrétta eftirfarandi:
Lögsögumaður: Guðmundur Rúnar Svansson
Gjaldkeri: Jónas Eyjólfsson
Ritari: Sædís Hrönn Haveland
Meðstjórnandi: Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík
Staðgengill lögsögumanns: Margrét Rúnarsdóttir
Að auki sitja Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Haukur Bragason sem fulltrúi goða í stjórn.
Kosnir varamenn:
1. varamaður: Unnar Reynisson
2. varamaður: Jóhannes A.Levy
Allsherjargoðinn okkar Hilmar Örn Hilmarsson var svo endurkjörinn með lófataki og heldur ótrauður inn í næstu 5 ár sem trúarleiðtogi félagsins.
Lagabreytingartillaga var borin undir fundarmenn og samþykkt.
No photo description available.