Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Allsherjarþing 2017

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins
Laugardagurinn 28. október 2017
í húsnæði félagsins í Síðumúla
22 félagsmenn eru mættir
 
Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði setur Allsherjarþing og helgar þingstaðinn. Hann stingur
upp á Óttari sem fundarstjóra sem er einróma samþykkt. Guðmundur Rúnar einróma samþykktur sem ritari.
 
Enginn gerir athugasemd við boðun fundarins og telst hann því löglegur. Óttar les upp dagskrá fundarins:
 
Ársskýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar.
Reikningar félagsins bornir upp til umræðu og staðfestingar.
Lagabreytingar Lögréttu og aðrar tillögur.
Kosning í Lögréttu.
Kosningar skoðunarmanna, nefnda og aðrar kosningar eftir þörfum.
Önnur mál.
 
Sigurlaug Lilja, lögsögumaður, flytur skýrslu stjórnar.
Samþykkt einróma að tillögu fundarstjóra að fresta umræðu um skýrslu stjórnar þar til ársreikningar félagsins hafa verið kynntir.
Sigrún Lára, gjaldkeri, ber upp reikninga félagsins sem eru:
Ársreikningur Ásatrúarfélagsins frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.
Ársreikningur Hörgs ehf. fyrir árið 2016.
Árshlutareikningur Hörgs ehf. frá 1. janúar 2017 til 31. ágúst 2017.
 
Sameiginlegar umræður um ársskýrslu og reikninga félagsins.
Spurt út í kostnað við heimasíðu sem var enginn á árinu þar sem öll vinna var unnin á skrifstofu eða í sjálfboðavinnu. Rætt um hækkun sóknargjalda þar sem ríkið mun taka til sín lægri hlut í umsjónargjöld.
Skýrslan samþykkt einróma.
Reikningar samþykktir einróma.
 
Lagabreytingartillögur kynntar af Jóhönnu. Hún kynnir lagabreytingavinnuna. Farið var yfir öll lög félagsins og gerðar breytingartillögur við fjórar greinar. Allar tillögur höfðu verið samþykktar samhljóða af lögréttu.
 
Eftirfarandi breytingatillögur eru gerðar:
2. grein: Siðareglur félagsins verði Inntak vors siðar.
6. grein: ósiður verði óþarft.
25. grein: fréttabréfi til félagsmanna verði Vorum sið og auglýsa skal það á vefmiðlum
félagsins
.
37. grein: í fundarboði til Allsherjarþings, ásamt greinargerð verði vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir Allsherjarþing.
 
Umræður um tillögurnar.
Breytingar á 2. grein samþykktar einróma.
Breytingar á. 6. grein samþykktar með öllum greiddum atkvæðum nema einu.
Breytingar á. 25. grein samþykktar einróma.
Breytingar á 37. grein samþykktar einróma.
 
Jóhanna kynnir nýtt goðaefni sem er í þjálfun, Önnu Sigríði Arndal.
Framboð til stjórnar eru kynnt.
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir og Jóhannes Levy eru sjálfkjörin í Lögréttu.
Kári Pálsson og Hallur Guðmundsson sjálfkjörnir í varastjórn og er Kári fyrsti varamaður.
 
Fundarhlé.
 
Halla Lúthersdóttir og Rún Knútsdóttir endurkjörnar einróma sem skoðunarmenn reikninga.
Hilmar svarar fyrirspurn frá Sesselju um af hverju félagið skipti um banka á árinu.
Sigurbjörg kveður sér hljóðs og er enn ósátt við sölu húsnæðis félagsins á Granda um árið.
Fundi slitið 16:03.