Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Allsherjarþing 2011

Allsherjarþing ásatrúarfélagsins, 29. október 2011. 
Þing sett kl 14:00.

Allsherjargoði helgaði og setti þingið. Tók samantekt um liðið ár: Talar um mikinn vöxt og viðgang á þessu ári. Öflug starfsemi í opnu húsi – tugir mættir. Fyrirlestrar gengið vel. Leshópurinn gekk svo vel að við héldum áfram með meira efni en við ætluðum í byrjun. Hofbyggingunni hefur fleygt fram. Framfarir í þeim málum. Fyrsti tilraunagröfturinn á lóðinni okkar og við vitum nú hvernig málum er háttað og erum tilbúin að fara í lokahönnunarferli. Hann vill einnig minnast á hve mikill vöxtur er í félagatalinu hjá okkur á meðan önnur trúfélög eru að skera niður. Ríkið er meira að seilast í þau gjöld sem fera til trúfélaga. Starfið okkar sífellt að auka vegna þess að fólk er farið að leita til goða í auknu mæli í kringum krepputengd atriði. Því miður mesta aukningin í útförum. Hefur tengt okkur við fólk sem leitar til okkar í sorg og erfiðleikum. Goðarnir hafa tekið sig til og rætt þessi mál í þaula. Félagið hefur gefið goðum bækur um sorg og sorgarferli.

Allsherjargoði stakk upp á Bjarka Karlssyni sem fundarstjóra, sem gekkst við því. Allsherjargoði stakk upp á Sigurlaugu Lilju Jónasdóttur sem ritara og Hauki Bragasyni henni til aðstoðar. Þau gengust bæði við því.
 

1. Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar

Óttar Ottóson lögsögumaður las skýrslu lögréttu. Vísað er til hennar. Jóhannes Ágústsson bað um orðið og óskar stjórn félagsins, lögréttu, til hamingju um það mikla starf sem hér er unnið. Skýrslan var samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 

2. Reikningar lagðir fram til umræðu og staðfestingar

Hulda Sif Ólafsdóttir, gjaldkeri, fór yfir reikninga félagsins. Vísað er til þeirra. Alda Vala Ásdísadóttir spurði um laun til stjórnar. Hvað sá liður innifelur. Hulda svaraði að það væru laun til allsherjargoða og fyrir athafnir til annarra goða. Upphaflega var þetta líka hugsað sem uppbót til vinnutaps hans og svo var hann líka að leggja út fyrir miklum kostnaði sjálfur. Alda Vala spurði hvort það væru fleiri á launum, því það væri eins og það væri falið í orðunum. Hulda sagði að hinir goðarnir væru líka að fá greitt fyrir athafnir. En eini á föstum launum væri Allsherjargoði. Jóhanna G. Harðardóttir vildi þakka sérstaklega fyrir kynningu Huldu, því á þeim tíma sem hún hefði setið allsherjaþing hefði hún aldrei fengði jafn góðar skýringar á nokkrum reikningum eins og núna. Alda vildi undirstrika það sem Jóhanna var að segja. Þetta væru frábærar skýringar á reikningum sem við værum að fá hér. Ekki voru fleiri athugasemdir. Skýrslan var samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 

3. Lagabreytingar og aðrar tillögur

Óttar Ottóson gerði grein fyrir tillögum til lagabreytinga. Lagt er til að 5. grein laga verði breytt úr:
 „[...] en lögréttu er heimilt að fresta þingstörfum til síðasta laugardags í októbermánuði.“
í:
 „[...] lögréttu er heimilt að fresta þingstörfum til fyrsta laugardags eftir fyrsta vetrardag.“

Lagt er einnig til að 7. grein laga verði breytt úr:
„[...] Reikningsár Ásatrúarfélagsins er frá sumardeginum fyrsta til síðasta vetrardags ár hvert.“
í:
 „[...] Reikningsár Ásatrúarfélagsins er frá 1. september til 31. ágúst ár hvert.“
 
Hugmyndin með því fyrrnefnda var að við hefðum þá möguleika á að setja Allsherjarþing á þingvöllum, og líka bara halda allt Allsherjarþing þar, á Þingvöllum. Hinsvegar eru aðstæður ekki þannig að það sé hægt að halda Allsherjarþing þar. Engin gistiaðstaða eða neitt slíkt.Aðstæður í dag eru slíkar að þetta sé óraunhæft. Óheppilegt sé að Allsherjarþing geti hist á sama dag og blót á fyrsta vetrardegi. Með því síðarnefnda er verið að fara að landslögum, ólöglegt er að hafa reikningsár sem ekki hefst á fyrsta degi mánaðar og endar á seinasta degi mánaðar. Tillaga um breytingu á 5. grein laga var samþykkt einróma með handauppréttingu. Tillaga um breytigu á 7. grein var samþykkt einróma með handauppréttingu.

Jóhanna Harðardóttir kom upp með tillögu til Allsherjarþings, sem kom í framhaldi af goðafundi í ágúst. Þetta er vegna þess að það hafa verið vandræði með vígsluréttindi. Mikið álag á goðum í sumar. Ekki hægt að nýta þau sem best. Hefur reynst okkur erfitt að fá vígsluréttindi. Þessi tillaga hljóðar svo:
Tillaga til Allsherjarþings Ásatrúarfélagsins 2011. Allsherjarþing 2011 ályktar að vígsluréttindi goða Ásatrúarfélagins séu einskorðuð við Ísland. Sé goði með vígsluréttindi búsettur erlendis um sex mánaða skeið eða lengur skulu vígsluréttindi hans innkölluð af hálfu félagsins, þannig að sækja megi um réttindi fyrir annan goða ef þurfa þykir. Snúi goði aftur til búsetu á Íslandi getur hann falast eftir vígsluréttindum að nýju að uppfylltum vanalegum skilyrðum innan félagsins. 

Tekið er sérstaklega fram að þessu er alls ekki beint að Tómasi V. Albertssyni, og ekki verið að tala um goðorð eða neitt slíkt. Heldur aðeins verið að halda vígsluleyfinu á Íslandi. Spurning frá Jóhannesi Ágústssyni – Hvaða maður er þetta í ráðuneytinu sem er búið að skipta um? Jóhanna svarar að það hafi verið Hjalti Zóphaníasson sem var okkur hliðhollur í ráðuneytinu. Hilmar segir að hann heiti Hermann Stefánsson sem er núna. Hjalti fann leið til að réttlæta að við fengjum réttindi til vígslu. En við höfum verið í vandræðum upp á síðkastið. Við áttum í mesta brasi með að sannfæra fólkið í ráðuneytinu um að okkur bráðvantaði réttindi sem Haukur Bragason fékk í sumar. Einnig sé þörf á að við fáum vígsluréttindi núna fyrir nýja goðann fyrir norðan. NN – hve mörg réttindi höfum við núna? Jóhanna – höfum sex réttindi núna. Embættið hefur ekki skilning á hve mikið er að gera í 2000 manna félagi. Erum að taka að okkur athafnir fyrir fleiri en bara félagsmenn. NN– Hvað ætti að standa í vegi fyrir fjölgun hjá ráðuneytinu? Hilmar – Bara hugarfarið. Réttindin fyrir Hauk var margra mánaða höfuðverkur. Ekki mikil sátt um trúfélög. Haukur – Í sambandi við þessi vígsluleyfi. Sá sem sækir um vígsluleyfi þarf að uppfylla ákveðnar skyldur. Hann þarf að greiða sína skatta hér á landi. Þar er fótur fyrir uppástungunni. Þar eru skilyrðin ekki uppfyllt ef maður er erlendis. Við erum nýbúin að fá ein vígsluréttindi í viðbót sem Haukur fékk í vor. Það gæti verið erfitt að fá auka í viðbót. En ef við fáum þetta erlendis til baka, þá þarf ekki að vera mikið tiltökumál að fá að halda því áfram en á öðru nafni. Óttar – þarf þá ekki að vera viss um það í ráðuneytinu að við fáum að halda því áfram. Hilmar – það ætti ekki að vera tiltökumál. Ekki bara ráðuneytismál heldur líka þjóðskrá sem við erum að eiga við. Alda Vala – Hefur ekki komið upp sá möguleiki að ráðuneytið fari að fækka vígsluréttindum hjá okkur? Jóhanna – ég held að það sé nokkuð ljóst að þau láti okkur halda þeim réttindum sem við höfum. Þetta væru bara nafnaskipti á réttindunum. Við þurfum líka að tala við þetta fólk. Opna augun hjá þeim fyrir okkar sjónarmiðum. Alda Vala – í öllum tilfellum nema okkar er um að ræða eina miðstöð. Okkar trúfélag er á landsvísu, starfar á landsvísu og að er bara eðlilegt að við höfum fólk. En þessi skilningur er ekki kominn enn. Kosið var um þessa tillögu – og var hún samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

Goðamál: Hilmar talar um hvað fylgir því að vera goði. Tími og fyrirhöfn. En jákvætt að maður fær að deila stórum stundum í lífi fólks. Mikilvægt að efla goða á landsbyggðinni. Ragnar Ólafsson og Andrea Ævarsdóttir hafa unnið gott starf bæði tvö. Lögrétta hefur samþykkt þau bæði sem goðaefni og það er þingsins hér að veita þeim staðfestingu. Andrea Ævarsdóttir – Var samþykkt með handauppréttingu Ragnar Ólafsson – Var samþykktur með handauppréttingu.
 

4. Kosið í lögréttu.

Bjarki steig til hliðar sem fundarstjóri vegna fyrirhugaðs framboðs síns í lögréttu. Haukur tók við sem fundarstjóri. Tveir aðalmenn kosnir inn. Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Óttar Ottósson eru að ljúka 2 ára kjörtímabili sínu. Áfram sitja Halldór Bragason, Hulda Sif Ólafsdóttir og Böðvar Þór Gunnarsson. Alda Vala Ásdísardóttir, Bjarki Karlsson, Hallur Guðmundsson, Jóhannes Levy og Óttar Ottósson buðu sig fram til aðalstjórnar lögréttu. Kosningin fóru sem svo:
  • Alda Vala: 6
  • Bjarki: 22
  • Hallur: 13
  • Jóhannes: 3
  • Óttar: 10
Sam aðalmenn í lögréttu voru því kosnir Bjarki Karlsson og Hallur Guðmundsson.

Í varastjórn buðu sig fram Alda Vala Ásdísardóttir, Lenka KováÅ•ová, Sigurlaug Lilja Jónasdóttir og Teresa Dröfn Njarðvík. Stungið var upp á Óttari en hann neitaði því. Kosningin fór svo:
  • Alda Vala: 5
  • Lenka: 16
  • Sigurlaug: 25
  • Teresa: 7
Í varastjórn lögréttu voru því kosnar Lenka KováÅ•ová og Sigurlaug Lilja Jónasdóttir.


5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.

Bjarki Karlsson tók aftur við fundarstjórn. Rún Knútsdóttir var búin að gefa kost á sér sem skoðunarmaður reikninga. Stungið var einnig upp á Jóhannesi Ágústssyni, sem samþykkti. Þau voru því sjálfkjörin.
 

6. Önnur mál

Gunnar Gunnarsson bað um orðið. Talar um að það hafi gengið ansi seint bilið frá því að við fengum samþykkt bæði hof og félagsheimili fyrir nokkrum árum. Við ákváðum að splitta þessu í tvennt og honum fannst ótrúlegt hvað það tekur langan tíma að splitta svona löguðu. Hann vill spyrja hvort það sé komin einhver áætlun fyrir þetta þegar loka hönnunargerðin er búin. Hvort það er komið eitthvað ca. á hvaða ári þetta verður tilbúið. Hilmar svarar og vill gera grein fyrir þessu verki sem hefur verið í gangi. Við höfum verið í stöðugum viðræðum og að ýta á eftir borgaryfirvöldum. Í sambandi við hugmyndir um hofið viljum við fara ofan í klöppina í Öskjuhlíð og nota klöppina með í hofbyggingunni. Finna fyrir náttúruöflunum inni í byggingunni. Táknræn tilvísun sem hofið á að vera. Það var ákveðið reipitog sem fór af stað á síðasta ári. Höfum verið að hitta jarðfræðing, Árna, sem er með tilgátu um að það sé ca. meter niður á klöppina, en mögulega lengra á sumum stöðum. Við þyrftum að gera tilraunagröft. Við lögðum það fyrir og töluðum við Magnús byggingarfulltrúa. Magnús lagði til tilraunaborunar sem Árni var ósammála. Þá hófst upp reipitog þar sem Árni sendi formlega beiðni til Magnúsar Sædal í nóvember á síðasta ári og svo leið og beið. Hilmar hefur samband við borgarfulltrúa til að fá að vita hvar við séum stödd í þessu máli en fær lítil svör. Þurfum að fá ákveðna undanþágu um byggingarleyfið. Orsökin á töfinni var sú að borgin vill ekki fara í lagnarvinnu út af byggingunni okkar. Við höfum nú fengið leyfi Páls um að við megum áfangaskipta byggingunni, sem er ekki sjálfsagt því við þurfum að gera bygginguna fokhelda 2 árum eftir að hún er byggð. Hofið er 250 fermetrar á stærð. Svo á að vera tengibygging og svo samkomuaðstaða. Í tengibygging gætu verið skrifstofur, eldhús, salerni ofl. Það skilaði loksins árangri í sumar þar sem Magnús Sædal gaf leyfi fyrir þessum tilraunagreftri í sumar. Við fórum því með gröfumann þarna uppeftir og gerðum holur og þarna voru framkvæmdamælingar. Núna vitum við hvar klöppin liggur og tilgátur Árna um hana stóðust allar.

Hilmar bað Magnús Jensson, arkitekt, að koma með litla kynningu á hvernig þetta stendur. Við höfum líka verið að funda með Rúnari Fjelsted sem rekur Keiluhöllina og hefur verið að vinna með sömu klöpp og við. Hann hefur lært ýmislegt af því, hvað er gjörlegt og hvað er kostnaðarsamt ofl. Hann hefur líka reynslu af því að setja upp loftræstibúnað og annað slíkt þegar maður er kominn ofan í klöppina, því það kemur sífellt vatn úr henni. Þetta þarf að vera praktískt. Hann hefur verið tilbúinn að hleypa okkur ofan í sinn reynslubanka. Hann hefur líka sýnt fram á að tíminn til að fara ofan í klöppina þarf ekki að vera svo langur eins og við höfðum gert ráð fyrir. Við ættum því að geta sett teikningar í byggingarnefnd með vorinu og fá þær samþykktar. Allar lagnir gætu átt að vera tilbúnar þegar við viljum fara af stað og komið e-ð ákveðið ferli á það.

Magnús Jensson kom upp með kynningu á hvernig málin standa í hofbyggingu. Hann sýndi loftslagsmyndir af byggingarreitnum og lýsti hvar væri best að reikna með bílastæðum og útisvæði. Hvar best væri að ganga inn og hvernig skipulagi væri best háttað.   Jóhannes Ágústsson bað um orðið og var með tvær tillögur og tvær fyrirspurnir.

Jóhannes var með tillögu frá sér og Agli Baldurssyni:
Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins, haldið í Reykjavík 29. október 2011, samþykkir að skipa 3 manna nefnd til þess að vinna að skráningu sögu félagsins. Markmiðið er að gefa út veglega sögu Ásatrúarfélagsins á 50 ára afmæli þess 2022. Hafin verði útgáfa safns til sögu félagsins á næstu árum. 

Bjarki bar tillöguna upp til samþykktar eða synjunar. Haukur kastaði fram spurningu hvort að það væri hlutverk trúfélags að skrifa eigin sögu. Hulda Sif bað um orðið og nefndi að hún væri ekki viss hvort að félagið hefði efni á svona vinnu. Jóhannes Levy var sammála að fresta þessu kannski, en það þyrfti samt í sjálfboðavinnu að safna heimildum og upplýsingum jafnóðum um félagið til að heimildirnar glötuðust ekki. Þó að það væri ekki farið í kostnaðamiklar framkvæmdir mætti safna gögnum. Hilmar talaði um að þessi hugmynd hefði verið rædd í lögréttu. Þar hefðu komið fram rök sem Hilmar taldi að Halldór vildi án efa að kæmu fram hér. Það hafi veitt tortryggni þegar AA félagið vildi gefa út að félagið sjálft væri að gefa út eigin sögu. Hann var samt sammála því að við þyrftum að skrá niður og safna heimildum um félagið. Það eru hinsvegar of fáir heimildarmenn og sumt er hreinlega ágiskanir og skrumskæling. Hinsvegar í framtíðinni ættum við að geta stutt við söfnun þessara heimilda. Við þurfum að styðja heimildaröflun án þess að ákveða hvert lokadæmið verður. Það verði stefnt af því í framtíðinni að þetta verði gert í samvinnu við einhvern fræðamann. En það sé ekki hægt að binda félagið peningalega séð eins og stendur. Hilmar vill finna mildari leið að þessu efni en að við séum ekki að taka einhverja fjárhagslega áhættu eins og stendur. Bjarki spyr hvort það sé spurning um að einhver leggi fram að þetta sé vísað til stjórnar lögréttu, því það sé ljóst að samkoman hefði jákvætt viðhorf gegn þessu, því annars hefði hún bara vísað þessu máli frá eða fellt. Ef við gerum það, þá er þetta komið til afgreiðslu strax. Jóhanna þakkar kærlega fyrir þessa tillögu og tími til kominn að við förum að huga að þessu. Hún hefur sjálf skrifað sögu ýmissa félaga og veit að það er mikilvægt að safna saman sögunni. Henni finnst þetta samt áhættuþáttur að samþykkja þessa tillögu óbreytta, þar sem við erum ekki of stönduð fjárhagslega og erum að fara í miklar framkvæmdir. Hér eru hinsvegar úrvals menn á ferð sem hún treystir fullkomlega til að sinna þessu verki. Mögulega hægt sé að byrja þetta verk án þessara fjárhagslegu ábyrgðar.

Jóhanna kemur með breytingartillögu:
Stofnuð verði „Sögunefnd“ sem  hefur undirbúning á söfnun gagna og gerir tillögur að skráningu þeirra.

Þannig verður hægt að byrja þetta starf og sjá hvort fjárhagur leyfir síðan bókaútgáfu. Haukur segir að þetta rími allt við það sem hann hefur verið að hugsa. Hann er sjálfur efins um að trúfélag eigi að standa fyrir útgáfu að seinni eigin sögu. Hinsvegar er það sjálfsögðu skylda okkar að við förum af stað með markvissari upplýsingasöfnun heldur en hefur verið. Hann sjálfur hefur sótt upplýsingar í kaffispjalli hingað og þangað til að átta sig á sögu félagsins. Það væri því gott að geta flett upp. En opinber útgáfa er e–ð sem fellur illa í hann. Egill segir að það sé einmitt okkar mál að skrá sögu félagsins. Alltaf fólk sem fær einhvern til að skrá sína sögu. Sóknarnefndir eða félagsnefndir í kirkjum fá alltaf einhvern til að skrá sína sögu. Stéttarfélög ofl. Það er þó yfirleitt fræðimenn sem kunna til verka sem skrifa söguna, en ritnefndin er innan félagsins.

Bjarki segir að komin sé fram breytingartillaga og fyrst er því kosið um hvort að breytingin verði samþykkt. Kosið var með handaupplyftingu og samhljóða var breytingin samþykkt. Kosið var síðan um hvort að breytta tillagan yrði samþykkt, og það var samhljóða samþykkt.  

Hin tillagan frá Jóhannesi Ágústssyni varðar rúnanefnd sem skipuð var af lögréttu á þessu ári. Eftir nokkrar umræður nefndarmanna hafa þeir nefndarmenn sem eftir sitja í nefndinni ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu:
Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins haldið í Reykjavík 29. október 2011, samþykkir að gera hlé á störfum rúnanefndar um óákveðinn tíma. Þörf er frekari umræðu um hlutverk nefndarinnar á meðal félagsmanna.

Það eru Jóhannes Ágústsson, Jóhanna Harðardóttir og Jóhannes Levy sem leggja fram þessa tillögu. Þau skipa einnig rúnanefndina. Greitt var beint atkvæði með handaupplyftingu og þessi tillaga var samþykkt samhljóða.

Síðan kom Jóhannes Ágústsson með fyrirspurnir: „Fyrirspurn til Hilmars. Hann sagði: „Það eru ekki jafn mikil sátt um trúfélög og áður“ Hvað átti hann við með því?“ Hilmar segir að þetta hafi kannski verið ruglingslega orðað, en hann átti við í þessari umræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu um t.d. kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga. Siðferðislegt leiðarljós trúfélaga – að trúfélög sé þannig stofnun í eðli sínu, það er orðið umdeilt. Hann hefur heyrt það nefnt að Ásatrúarfélagið sé eina stikkfrí félagið í þessari umræðu. Það má gagnrýna núna trúmál sem mátti eiginlega ekki áður.

Svo, var önnur fyrirspurn frá Jóhannesi Ágústssyni um að það eigi ekki að skrá börn í trúfélög við fæðingu. Hilmar er hlynntur því að börn fæðist ekki í trúfélög. Fólk eigi að fá að velja sjálft. Honum finnst líka aldur manndómsvígsla alltof lágur. Það ætti frekar að vera við 16 ára aldur. Honum finnst það sjálfsagt að börn séu ekki skráð sjálfkrafa heldur sem fólk tekur sjálft á upplýstan hátt.

Bjarki tekur aftur til máls. Þá er dagskráin tæmd, og hann biður Hilmar að loka þessum fundi. Hilmar kemur með heillaóskir og biður guði, gyðjur og góða vætti að fylgja félagsmönnum hvert sem þeir fara. Þingi slitið kl. 17:15.

Fundarritari: Sigurlaug Lilja Jónasdóttir