Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Allsherjarþing 2016

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins
laugardaginn 29. okt. 2016 kl. 14
Stungið er upp á Sigurlaugu Lilju Jónasdóttur sem fundarstjóri, og Grétu Hauksdóttur sem ritara. Fundargestir samþykkja án athugasemda.
Allsheljargoði helgar þingið.
Skýrsla stjórnar – Kári Pálsson lögsögumaðurHulda Sif, Urður, Lenka eru fráfandi lögréttumenn, og því skal kosið um nýja.
Farið yfir stöðu mála við hofið. Uppsteypa hofsins hefst eftir áramót.
Farið yfir viðburði síðastliðins árs: Blót, barnagaman, útgáfu tímarits.
Fundarstjóri býður fólki að koma með athugasemdir við skýrslu stjórnar í lok fundar.
Skýrsla stjórnar samþykkt með handauppréttingum. Enginn mótfallinn.
 
Gjaldkeri (Hulda Sif) fer yfir fjármál síðasta árs.Skýrslum Ásatrúarfélagsins (Á) og Hörgs (H) dreift
Á: Sóknargjöld stærsti tekjuliður, leigutekjur hafa hækkað, sala á bókum skilar einhverju inn.
Gjaldkeri fer yfir reikningana og útskýrir sundurliðanir.
Tekjuliðurinn sóknargjöld hefur aukist milli ára, bæði vegna fleiri félagsmanna og eins vegna hærri sóknargjalda.
Handbært fé þarf að skoða með tilliti til þess að hluti eigna Hörgs og peningar úr Hofsjóði hafa  verið lagðir inn á reikning Ásatrúarfélagsins til að greiða stærri framkvæmdir.
Hofsjóður telst ekki sem handbært fé heldur fastafé.
Árshlutareikningur fyrir Hörg: Vaxtatekjur hafa lækkað, fyrst og fremst vegna þess hve mikið hefur verið notað í byggingu hofsins.Hulda Sif býður sig ekki fram til áframhaldandi setu í lögréttu, og þakkar fyrir sig. Hún hefur verið starfandi fyrir félagið í 8 ár.
Fundargestur óskar eftir því að það komi fram að Hulda hafi algjörlega bjargað félaginu, með tilliti til bætts verklags og fyrirkomulags hvað varðar störf gjaldkera.
 
Spurning úr sal: Er það rétt að að kostnaðarliðurinn við Vorn Sið 2016 sé allur kostnaður; þ.e. prentun og sendingarkostnaður?
Svar: það er rétt. Inn í þessa tölu koma nokkur lítil tölublöð + sendingarkostnaður þeirra frá síðasta ári, og því er viðbúið að þessi kostnaðarliður verði heldur lægri á næsta ári. Póstburðargjöldin voru farin að kosta miklu meira en útgáfa hvers fréttabréfs, og því var ákveðið að kosta frekar útgáfu veglegra ársrits en margra lítilla fréttabréfa (og nýta vefsíðu félagsins t.a.m. fyrir nánari upplýsingar eða breytingar á viðburðum).
Reiknings- og bókhaldið er allt inni á skrifstofu, ef einhvern langar til að fara gegnum það og skoða.
Ársreikningar samþykktir með handauppréttingum. Enginn mótfallinn. 
Ný stjórn.Kjósa þarf 3 aðila fyrir þá sem eru fráfarandi og gefa ekki kost á sér til endurkjörs; Lenka KováÅ™ová, Hulda Sif Ólafsdóttir, Urður. Áfram sitja Sigurlaug Lilja Jónasdóttir og Kári Pálsson.
Stungið er upp á Sigrúnu Láru Shanko í stöðu gjaldkera, hún hefur reynslu af gjaldkerastörfum og hefur samþykkt (og sýnt áhuga á) að gefa kost á sér til setu í Lögréttu.
Kári segir að Sigurboði Grétarsson vilji gefa kost á sér. Kári segir stuttlega frá Sigurboða; hann hafi m.a. verið varamaður í stjórn (er fráfarandi varamaður).
Teresa Dröfn Njarðvík gefur áfram kost á sér, hún hefur verið varamaður en gefur kost á sér í aðalstjórn (er fráfarandi varamaður).
Jóhannes A. Levy gefur kost á sér.
Þorsteinn Árnason gefur kost á sér. Hann býr á Selfossi, vinnur hjá Orkuveitunni, en fékk sig ekki lausan úr vinnu í dag. Þorsteinn hefur mikla reynslu af félagsstörfum.
 
Eftir stutt hlé skila fundargestir/félagsmenn inn atkvæðum sínum. Setja má 1-3 nöfn á hvern seðil.
20 seðlar taldir
Jóhannes: 8
Sigrún: 19
Sigurboði: 5
Teresa: 16
Þorsteinn: 9
 
Kosning tveggja varamanna, setja má 1-2 nöfn á hvern seðil: Jóhannes, Sigurboði, Gréta Hauksdóttir gefa kost á sér
19 seðlar taldir
Gréta: 15
Jóhannes: 14
Sigurboði: 6
 
Kosning endurskoðunarmanna reikningaHalla Lútersdóttir og Rún Knútsdóttir hafa sinnt þessu síðustu ár, og fundarstjóri stingur upp á þeim áfram. Hvort nafn fyrir sig samþykkt með handauppréttingu. Enginn nýr gefur kost á sér í stöðu endurskoðunarmanns.
 
Jóhanna Harðardóttir tilkynnir m.a. nýtt goðaefni, og heldur smá tölu.Gleðifréttir eru þær að Vestfirðingar fá nú sinn goða, þar sem Eyvindur P. er eiginlega hættur að fara vestur og hefur heldur ekki vígsluréttindi.
Anna Sigríður Arndal (Anska) hefur feril sinn sem goðaefni eftir þetta allsherjarþing, og Vestfirðingar eru mjög ánægðir með hana. Hún verður í þjálfun í 2 ár og hefur verið samþykkt af Lögréttu sem goði.
 
Jóhanna varpar út í hópinn hugleiðingum um orðalag: Siðmálaathöfn í stað orðsins Siðfesta, Orðið Siðmál hefur ekki reynst vel í daglegu máli og þykir ekki þjált.
Við viljum ræða þetta orð og viljum finna orð sem hentar betur. Þó má ekki hlaupa í það og velja eitthvað orð sem reynist jafn illa. Orðið þarf að vera nothæft og henta okkur.
 
Óttar minnist á þá aðila sem staðið hafa undir opna húsinu í vetur (Teresa, Jóhannes Levý og Óttar sjálfur. Óttar minntist líka á Silke, en hún hefur þó verið minna viðloðandi í vetur vegna náms).
Hilmar Örn Hilmarsson ræðir endurskipun Jónínu Berg sem goða Ásatrúarfélagsins. Goðar endurnýja umboð sitt á 5 ára fresti, og komið var að Jónínu að gera það. Endurskipun hennar samþykkt með handauppréttingum.
 
Teresa: Fleiri sjálfboðaliða vantar í blótnefnd. Mikið af fólki farið út á land og út úr landi. Auglýst hefur verið, en eitthvað borið á misskilningi varðandi verk nefndar. Auka hendur vantar og það þarf ekki að vera þannig að viðkomandi komist á hvert einasta blót.
 
 
Opnar umræður um orðið Siðmál:
 
Fundargestur 1 (F1) stingur upp á að við gefumst bara upp og notum orðið Ferming. Ekki vera að reyna að finna upp hjólið, og þetta er orðið sem fólk notar. Fermingarorðið er orðið mun minna tengt kristinni trú (sbr. Borgaralegar fermingar) [en áður].
Fundargestur 2 (F2) segist skilja vel rök F1. Hennar mótrök eru að alltaf eru einhverjir fullorðnir einstaklingar vilja taka heiðinn sið, og henni myndi persónulega finnast það skrítið að tala um að vera að fermast.
F1 segir að þeim tilfellum sé að fækka. En það megi tala um Siðfestu ef fólk vill, t.a.m. þegar fullorðnir einstaklingar eiga í hlut.
F3 spyr: Hvað þýðir orðið Ferming?
F4 svarar: Ferming er einhver vending á orðinu staðfesting. Allstaðar er talað um staðfestingu (confirmation, konfimasjon) sem staðfesting á skírninni.
F5 stingur upp á að Heiðin ferming sé skráð, svo það komi upp í google-niðurstöðum (enginn er að gúggla Siðmál), allavega sem skýring.
F4:  Siðmennt stóð frammi fyrir þessu sama þegar þau gerðu eiginlega fjandsamlega yfirtöku á orðinu. Þá höfðu verið vangaveltur um hvað þetta skyldi kallast.
Teresa stingur upp á að rætt sé við Guðrúnu Kvaran, Haukur vill heyra í öðrum málfræðingi sem hann nefnir.
Haukur og Teresa skipuð í orðavalsnefnd sem mun hafa samband við málfræðinga / málfarsfræðinga.
Tillögur og umræður um að orðið Siðfesta verði notað á móti, fyrir fullorðið fólk.
 
Jóhanna vill að búið verði að taka ákvörðun um það áður en nýr hópur (sem byrjaði í haust) lýkur sinni fræðslu í maí. Umræður munu kannski halda áfram á opna lögréttufundinum.
Hún talar um kynningarleysi á siðfestunni; en foreldrar hafa verið að kvarta um það á miðjum vetri að þeir hafi ekki vitað um þetta.
Jóhanna kallar eftir umræðum, samhliða nafnaumræðunni, um hvort kynna eigi þetta betur og þá hvernig.
Spurning úr sal: „Hefur verið auglýst í Fréttablaðinu; „Nú er heiðna fermingafræðslan að fara að hefjast“? Mér fyndist það ekki flokkast undir trúboð.“
Svar: Þetta hefur verið sett á vefinn, og á Facebook.
Jói Levy: Áður fékk Ásatrúarfélagið meiri umfjöllun í þessum tækifærisblöðum; brúðkaup og fermingar og þess háttar. Nú hefur ekki verið svo mikið um það.
Hilmar Örn segir að þó hafi fjölgað mikið í siðmálafræðslunni.
 
Fundarstjóri boðar til opins lögréttufundar á morgun, sunnudag, kl. 14.
Magnús Jensson arkitekt kynnir stöðuna á hofbyggingunni með myndasýningu á sjávarpa og lætur lerkisýnishorn úr Jónsskógi í Hallormsstað ganga, en það efni verður notað við byggingu hofsins (Burðarvirki og klæðning að innan). Sumir lerkibútarnir eru eldvarnarlakkaðir,  en tilraunir eru í gangi með slíkt. Það myndi draga úr kostnaði tengdum vatnsúðakerfi .Steinar úr uppgreftri fóru upp í Grástein og verða gerðar flísar og allskyns úr þeim. Við bergathugun komí ljós að færa þurfti bygginguna um 2 metra til norðurs. Búið er að semja við steinsteypuverktaka sem ætla að verða búnir að þessu 30. júní og byrjar af krafti þegar snjóa leysir í vor.
Lagnirnar að eru komnar að lóðarmörkum.
Magnús hefur gert tilraunir með bruna timburs fyrir steypumót til að viðaræðar nái að njóta sín í steinsteypunni. Hann kynnir pælingar og vangaveltur með lýsingu veggjanna innanhúss (að ofan eða neðan).
 
Ósk úr sal um að eitthvað af myndum Magnúsar verði sett á vef félagsins, hann tekur vel í það.


Fundi slitið kl. 16:20