Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Allsherjarþing 2018

Allsherjarþing 2018
Fundarritari: Teresa Dröfn Njarðvík
Fundarstjóri: Óttar Ottóson
Þing sett: 14:15
 
1. Skýrsla Lögréttu borin upp
Lögsögumaður les upp skýrslu Lögréttu. Farið yfir stöðu hofmála, þakkað fyrir stuðning þar við. Fráfarandi gjaldkera þakkað fyrir velunnin störf. Farið yfir félagsstarfemina. Félögum fjölgar, 4364 manns, og athöfnum fjölgaði. Þjóðskrá mun ekki héreftir gefa upp félagatöl vegna reglna um persónuverndarlög. Unnið er að málinu innan samráðsvettvangs trúfélaga. Umræður um bréf Þjóðskrár. Skýrsla einróma samþykkt.
 
2. Reikningar félagsins bornir upp
Kári Pálsson, starfandi gjaldkeri, les upp skýrslu og reikninga félagsins. Rekstrartekjur aukist um 12%, mest vegna sóknargjalda og aukinna athafna. Hofbygging ábyrg fyrir mestum kostnaði, eðli málsins samkvæmt og sömuleiðis vegna skulda félagsins vegna framkvæmdanna. Fjárhagsstaða, þ.e. vegna útgjalda, hefur batnað milli ára. Ársreikningur samþykktur einróma.
 
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur
Engar lagabreytingar bornar upp 6 vikum fyrir þing. Jóhanna lagði fram tillögu vegna hinna nýju persónuverndalaga. Lagt til að Allsherjarþingið feli Lögréttu að gera breytingartillöguá lögum um félagatal og skipi þar til nefnd.
„Allsherjarþing samþykkir að fela Lögréttu undirbúning að breytingu á lögum félagsins varðandi félagatal þess. Skipuð verði nefnd til að vinna að lagabreytingunni í samstarfi við Lögréttu“. Tillagan einróma samþykkt.
 
4. Kosning Lögréttu
3 fráfarandi aðalmenn og 2 varamenn. 6 buðu sig fram til aðalmanns, Þórsteinn og Teresa gáfu kost á sér áfram. Martin, Óttar, Sigurboði og Silke buðu sig fram. Samkvæmt kosningu eru nýjir aðalmenn Lögréttu: Martin, Óttar og Teresa. 
Framboð til varamanns: Silke, Sigurboði og Þorsteinn. Samkvæmt kosningu er Silke 1. varamaður en 2. varamaður er Þorsteinn.
Nýja Lögréttu skipa því: Sigurlaug, Jóhannes, Martin, Óttar, Teresa, Silke og Þorsteinn.
 
-- Fundinum barst bréf frá Sigurbjörgu Guðmundsdóttur. Hilmar las upp bréfið.
 
5. Kosning skoðunarmanna reikninga og allsherjargoða
Hilmar Örn Hilmarssob allsherjargoði samþykktur einróma til 5 ára enn.
Skoðunarmenn reikninga verða, eftir kosningu: Jóhanna og Oddur.
 
6. Önnur mál
Goði á Vestfjörðum. Eyvindur P. Eiríksson er hættur störfum, Elfar Logi Hannesson hefur boðið sig fram til að sinna goðastörfum á Vestfjörðum. Goðorð hans samþykkt einróma.
 
Þórir kynnti Hollvinasamtök hofsins. Skógræktarfélagið hefur gefið til Eikur og Aska.
 
Jóhannes kynnti blótnefnd og óskar eftir fólki í blótnefnd. Vakin athygli á vöntun sjálfboðaliða í blótnefnd. 
 
Fundarritari undirritar fundargerð.