Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Allsherjarþing 2015

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 31. október 2015
 
Fundargerð:
 
Fundarstjóri,  Bjarki Karlsson
Ritari, Sigurbjörg Sigrúnardóttir
 
Skýrsla lögréttu. 
Kári Pálsson flytur.
 
Góð framvinda í hofbyggingu, mikil fjölmiðlaumfjöllun í tengslum við hana.
Breyting varð í Lögréttingu, Hallur hætti og Kári kom inn í hans stað.
Mikil starfsemi á undanförnu ári s.s. Barnastarf og handverkskvöld.
Breytingar eru fyrirhugaðar í útgáfu Vors Siðar og er áætlað að gefa út stórt og veglegt tímarit með fræðigreinum og fleira efni, einu sinni á ári í stað ársfjórðungslega. Mikill kostnaður hefur verið af póstburðargjöldum og hafa þau hækkað enn frekar á liðnu ári.
Rætt var um að stofna tölvupóstlista og hvetja fólk til að senda félaginu skeyti í því skyni að skrá sig á hann.
 
Skoðun reikninga. 
Hagnaður var af rekstri ársins þrátt fyrir aukinn kostnað m.a. vegna aukins ferðakostnaðar. Fjölgun hefur verið í félaginu og hækkun á framlagi ríkisins.
Hörgur, fyrirtæki sem sér um fjársýslu vegna Hofbyggingar, í eigu félagsins mun tæmast af fé en verður ekki lagt niður og er fyrirhugað að það verði rekstrarfélag Hofs þegar það verður tekið í notkun.
Fram kom að einungis er byggt fyrir eigið fé og engar lántökur eru fyrirhugaðar.
Reikningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir lætur bóka að hún sitji hjá við samþykkt reikninga.
 
Kosning til Lögréttu. 
Í kosningu voru 35 atkvæði greidd, kjósa mátti 2 á hverjum atkvæðaseðli.
 
Kosið er um tvö sæti í aðalstjórn til tveggja ára og tvo varamenn.
 
Í kosningu til setu í aðlstjórn voru Framboð og atkvæði eftirfarandi:
 
Kári 23 atkvæði
Sigurlaug 20 atkvæði
Jóhannes 10 atkvæði
Teresa 9 atkvæði
Sigurboði 3 atkæði
Viktor 1 atkvæði
 
Í kosningu varamanna voru framboð og atkvæði eftirfarandi:
 
Teresa 26 atkvæði
Sigurboði 17 atkvæði
Jóhannes 16 atkvæði
Viktor 7 atkvæði
 
Lögréttumenn til næstu tveggja ára eru því  Kári og Sigurlaug og varamenn Teresa og Sigurboði.
 
Þar sem atkvæði féllu naumlega milli Jóhannesar og Sigurboða var talið aftur í heyrenda hljóði.
 
Kosning skoðunarmanna reikninga.Samþykkt var samhljóma að Rún og Halla verða áframhaldandi skoðunarmenn.
 
Önnur mál. 
Haukur og Árni fá aframhaldandi skipan í goðorð með samhljóma greiddum atkvæðum. Hjálagt fundargerð er undirskriftalisti til stuðnings Árna Sverrissonar.
 
Jóhanna talar um lagabreytingar sem liggi fyrir að eru nauðsynlegar m.a. vegna breytinga á landslögum. Samþykkt var að Lögrétta skipi nefnd þriggja einstaklinga til endurskoðunar laga félagsins og er leitað til félagsmanna um tillögur.
Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast eigi síðar en sex(6) vikum fyrir Allsherjarþing.
 
Sesselja Guðmundsdóttir tók til máls og lýsti sig fylgjandi fyrirhuguðum breytingum á útgáfu Vors Siðar, mælti með póstlista og fansst Facebook uppfærslur ekki skila sér nægilega vel. Segir ennfremur að erfitt sé fyrir nýja aðila að koma inn á opnu húsi þar sem allir þekkjast og mætti taka betur á móti nýjum andlitum. Bendir einnig á bílmnerkið sem liggur frammi í húsnæði félagsins.
 
Óttar lýsir yfir ánægju með fjölgun kvenna í félaginu og tekur undir að laga megi móttöku nýrra gesta.
 
Sigurbjörg Guðmundsdóttir lýsir óánægju sinni með sölu húsnæðis félagsins á Granda.
 
Hilmar leggur til endurskoðun á upplýsingagjöf til erlendra aðila og að settur verði saman hópur um það mál.
 
Einnig komu fram tillögur um að samræma heimasíðu og Facebook síðu. Gefa Vorn Sið út í netútgáfu og gefa fólki kost á að afþakka pappírútgáfu, einnig að snúa því við og að fólk biðji um áframhaldandi sendir blaðsins.
 
Hugmynd um að á opnu húsi verði fulltrúi til að bjóða nýja gesti velkomna.
 
Staða hofbyggingar. 
Kristinn Gíslason verkefnisstjóri og Magnús Jensson arkítekt.
 
401 m3 byggðir í fyrsta áfanga. Upphaf framkvæmda var 3. sept. 2015. Verklok áætluð á vormánuðum 2017.
 
Verkís vann útboð um verkfræðihönnun í feb. 2015. Jökulfell sér um jarðvinnu, fleygun og sprengingar eftir útboð í júlí 2015.
 
Næstu skref eru útboð á uppsteypu og lögnum. Stefnt er að því að nota innlendan við eins og unnt er þó verður viðargólf í helgidómi úr innfluttum Hickory-við vegna eiginleka hans.
Sýndar voru teikningar til skýringa.
 
Eftirfarandi athugasemdir við þessa fundargerð bárust frá Huldu Sif gjaldkera félagsins þann 5. nóvember 2015:

Ég hef athugasemdir við reikningakaflann.

Það er aukinn kostnaður vegna hofbyggingar, en hann er eignfærður og telst ekki til rekstrar, þannig að það er hagnaður þrátt fyrir að við eyðum meira fé.

Ferðakostnaður jókst ekki það mikið að þurfi að tilgreina hann sérstaklega í skýrslunni, ekki nema e.t.v. til að leggja áherslu á aukna starfsemi félagsins á landsvísu.

Taka má fram að hagkvæmari rekstur, rérstaklega í tengslum við blót, skýri einnig að miklu leyti þennan hagnað.

Það sem mest skýrir hagnaðinn er hækkun á framlagi ríkisins per einstakling og fleiri félagar.

Hörgur er ekki fyrirtæki sem sér um fjársýslu fyrir hofið. Hörgur er félag í okkar eigu, sem er í raun ekkert nema kennitala fyrir bankareikninga sem geyma fé í eigu Ásatrúarfélagsins sem ætlað er til hofbyggingar.

Það er ekkert fyrirhugað varðandi rekstrarfélag fyrir hofið, en það er möguleiki á að nota félagið Hörg fyrir rekstur í tengslum við hofið, sérstaklega ef sá rekstur verður vsk skyldur. Það kostar ekkert að halda félaginu en það kostar að stofna nýtt. Þess vegna verður Hörgur ekki lagður niður.

Kv.
Hulda Sif