Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Ásatrú

Ásatrú, eða heiðinn siður, byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gjörðum sínum.

Í Hávamálum er einkum að finna siðareglur Ásatrúarmanna.
Heimsmynd Ásatrúarmanna er að finna í Völuspá. Þar er sköpunarsögunni lýst, þróun heimsins, endalokum hans og nýju upphafi.

Í trúarlegum efnum hafa Ásatrúarmenn aðallega hliðsjón af hinum fornu Eddum.
Margir ásatrúarmenn líta frekar á Ásatrú sem sið eða lífsstíl heldur en bein trúarbrögð.

Að kalla siðinn ásatrú er reyndar villandi þar sem átrúnaður er ekki einungis bundinn við æsi, heldur hvaða goð eða vætti sem er að finna innan norrænnar goðafræði og þjóðtrúar, svo sem landvætti, álfa, dísir, vani, jötna, dverga og aðrar máttugar verur eða forfeður.

Ásatrúarmenn iðka trú sína á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar svo framarlega sem iðkunin brýtur ekki á bága við landslög.