Um er að ræða 50% starf við almenn skrifstofustörf og þjónustu við félaga. Starfið býður upp á fjölbreytileika, mikil mannleg samskipti og möguleika á hærra starfshlutfalli síðar.
Vinnutími er frá kl. 12:30-17:00 þriðjudaga til föstudaga, eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni:
• umsjón með bókhaldi félagsins.
• almenn umsjón með rekstri skrifstofu; s.s. útleigu á húsnæði, birgðahaldi og þrifum.
• símsvörun, móttaka og umsjón með tölvupósti og samfélagsmiðlum félagsins
• vera lögréttu og goðum til aðstoðar við innkaup fyrir blót og aðra viðburði.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• þekking á almennu tölvubókhaldi.
• gott vald á íslensku og ensku (talað og skrifað).
• reynsla í notkun samfélagsmiðla.
• skipulögð vinnubrögð og sjálfstæðni.
• viðkomandi þarf að hafa ánægju af mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur rennur út 8. september
Sækja skal um starfið hér: https://alfred.is/starf/13064?cat=0
Gróðurblót í Baldurslundi í Heiðmörk verður haldið sunnudaginn 16. júlí nk. Að venju komum við saman og gróðursetjum í reit Ásatrúarfélagsins við Þingnes í Heiðmörk.
Áhugasamir félagar hafa á umliðnum árum komið saman og gróðursett í reit félagsins undir styrkri stjórn Egils Baldurssonar og við erum farin að sjá árangur erfiðisins.
Þingnes við Elliðavatn var fyrsti helgistaður Íslands og þar helgaði Þorsteinn Ingólfsson, fyrsti allsherjargoðinn, þing á þessum fagra stað.
Mæting verður kl. 15 og í framhaldi af gróðursetningu munum við eiga góða stund með helgihaldi, kveðskap, tónlist, mat og drykk.
Við fáum góða gesti í heimsókn og stemmingin verður einstök sem endranær.
Skrifstofa Ásatrúarfélagsins verður lokuð í júlí. Opnum aftur 1. ágúst. Opnu húsin á laugardögum verða á sínum stað frá kl. 14:00 – 16:00 eins og áður. Alltaf er hægt að ná í goðana en upplýsingar um þá má finna á heimasíðunni asatru.is.
Gróðurblót verður haldið við Þingnes þann 16. júlí á reitnum okkar í Heiðmörk. Nánar auglýst síðar.
Notkun rúnaleturs virðist í hugum flestra Íslendinga einskorðast við ristur með eldri eða yngri fúþark-stafrófi á minningarsteinum eða rúnasteinum í Skandinavíu, sem reistir eru í minningu einhvers, eða þá við galdratákn og kukl í íslenskum handritum. Þessi hátíðlega notkun á rúnum er þó ekki einkennandi fyrir notkun rúnaleturs eða rúnahefðina á Íslandi – rúnir virðast hafa verið mikilvægur hluti af hversdagslegu lífi manna hér á öldum áður. Rúnir voru notaðar alla jafna fram til 1900 á Íslandi, við hin ýmsu tilefni og lifðu með þjóðinni þrátt fyrir mótbárur kirkjunnar. Þær voru ódrepandi þáttur í íslenskri menningu, en svo virðist sem alger viðsnúningur hafi orðið í þeim efnum. Íslendingar þekkja ekki lengur sína rúnahefð, hafa glatað henni og gleymt. Hér verður því farið yfir sögu hinnar íslensku rúnahefðar, varðveittar rúnaristur á Íslandi og helstu tegundir ristna hérlendis.