Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Sumarblót í Selárdal 17.08.22

Eftir Fréttir
Sumarblót verður haldið í fjörunni í Selárdal einmitt þar sem listamaðurinn með barnshjartað sótti efni í sínar ævintýrahallir. Blótið er helgað Iðunni og Frey, enda tími uppskerunnar framundan.
Allir velkomnir. Kaffi á eftir.

Njarðarblót 31. júlí

Eftir Fréttir

Hið árlega Njarðarblót í Suðurlandsgoðorði verður haldið  í lystigarðinum við Fossflöt í Hveragerði sunnudaginn 31. júlí kl. 13:00. Safnast verður saman fyrir framan lystigarðinn, á horni Breiðamerkur og Skólamerkur. Haukur Bragason Lundarmannagoði mun helga blótið Nirði.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir.

Skógarblót Laugardaginn 25.júní

Eftir Fréttir

Þá er komið að skógarblótinu sem mun eiga sér stað við Þórshamarinn í Öskjuhlíð. Boðið verður upp á kakó og kaffi ásamt einhverju bakkelsi. Óskar Bjarni Skarphéðinsson mun kveða úr Völuspá. Allir velkomnir en athöfnin hefst kl 21:00.

Þingblót 21. júní

Eftir Fréttir

Loksins er komið að þingblótinu okkar eftir 2 ára hlé. Þriðjudaginn 21. júní verður sólstöðum fagnað með blóti á Þingvöllum. Athöfnin hefst kl 18:30 í Almannagjá og að henni lokinni verður boðið upp á grillaðar pulsur ásamt drykkjum. Allir velkomnir.

Gróðurblót að Mógilsá

Eftir Fréttir

Þá er komið að því!

Alda Vala, Hvammverjagoði, mun standa fyrir gróðurblóti að Mógilsá (skógræktarstöðinni við Esjurætur), laugardaginn 28. maí nk. klukkan 14.

Það verður boðið upp á grillaðar pulsur ásamt gosi og kaffi. Allir velkomnir.

Eggjaleitin verður á sínum stað fyrir börnin.

Hlökkum til að sjá ykkur!