Jólablót í desember 2022.
Miðvikudaginn 21. desember nk. verða eftirfarandi jólablót haldin á landinu:
Jólablót við hofið í Öskjuhlíð í Reykjavík kl 18:00.
Allsherjargoði helgar blótið.
Í kjölfar blótsins verður haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands þar sem fagnað verður með blótveislu. (Miðasala auglýst sér hér á facebooksíðunni okkar).
Jólablót á Ráðhústorgi á Akureyri kl 18:00.
Ragnar Ólafsson helgar blótið en að því loknu verður boðið upp á kakó og smákökur.
Jólablót við Ferjusteina við Lagarfljótsbrú á Egilsstöðum kl 18:00.
Baldur Pálsson helgar blótið. Í kjölfar blóts verður boðið upp á kaffi og kakó á Bókakaffi við Ferjusteina.
Jólablót í Ásheimi í Skagafirði kl 18:00.
Árni Sverrisson helgar blótið.
Föstudaginn 30. desember n.k. verður síðan haldið Níu nátta blót í Hlésey.
Jóhanna Harðardóttir mun helga blótið þar sem fagnað verður hækkandi sól og nýju ári ásamt því að þakka fyrir hið gamla.
Að vanda verður kakó og kaffi með piparkökum.