Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Opið hús laugardaginn 14.01.23!

Eftir Fréttir
Opið hús á morgun laugardaginn 14.01.23!
Loksins er orðið greiðfært að hofinu svo hægt er að heimsækja okkur akandi fyrir þá sem vilja.
Húsið opnar kl 14 og lokar 16 og eru öll velkomin. Kaffi á könnunni að venju!
May be an image of map

Eddukvöld 11.01.23!

Eftir Fréttir
Eddukvöld í kvöld kl 20:00! Kaffi á könnunni eins og alltaf og öll velkomin. Best að koma gangandi að hofinu frá Nauthóli þar sem enn er ófært að keyra niður hlíðina. Sjá kort;
May be an image of map

Opið hús laugardaginn 07.01.23

Eftir Fréttir
Á morgun laugardag verður opið hús í hofinu okkar að Menntasveigi 15, 102 Reykjavík. Öll velkomin og kaffi á könnunni að venju.
Vegurinn gegnum Öskjuhlíðina er ófær svo við biðjum fólk að koma gönguleiðina að hofinu. Þá er t.d. hægt að leggja hjá Nauthóli og ganga þaðan (2-3 mínútna ganga).
Sjá kort;
May be an image of map

Jólablótin í desember 2022

Eftir Fréttir
Jólablót í desember 2022.
Miðvikudaginn 21. desember nk. verða eftirfarandi jólablót haldin á landinu:
Jólablót við hofið í Öskjuhlíð í Reykjavík kl 18:00.
Allsherjargoði helgar blótið.
Í kjölfar blótsins verður haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands þar sem fagnað verður með blótveislu. (Miðasala auglýst sér hér á facebooksíðunni okkar).
Jólablót á Ráðhústorgi á Akureyri kl 18:00.
Ragnar Ólafsson helgar blótið en að því loknu verður boðið upp á kakó og smákökur.
Jólablót við Ferjusteina við Lagarfljótsbrú á Egilsstöðum kl 18:00.
Baldur Pálsson helgar blótið. Í kjölfar blóts verður boðið upp á kaffi og kakó á Bókakaffi við Ferjusteina.
Jólablót í Ásheimi í Skagafirði kl 18:00.
Árni Sverrisson helgar blótið.
Föstudaginn 30. desember n.k. verður síðan haldið Níu nátta blót í Hlésey.
Jóhanna Harðardóttir mun helga blótið þar sem fagnað verður hækkandi sól og nýju ári ásamt því að þakka fyrir hið gamla.
Að vanda verður kakó og kaffi með piparkökum.
May be an image of fire and outdoors