Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Námskeið í vattarsaumi 23. janúar næstkomandi

Eftir Fréttir
Þriðjudaginn 23. janúar næstkomandi verður námskeið í vattarsaumi á Handverkskvöldi í hofinu okkar í Öskjuhlíð, en við hefjumst handa kl 20:00.
Verðið er 5000 kr fyrir hvern þátttakanda. Innifalin er nál en taka þarf með sér léttlopa sem er einfaldasta byrjunarbandið.
Þeir sem vilja skrá sig vinsamlegast senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is.
Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með handverkshópnum okkar nánar hér:
https://www.facebook.com/handverkshopur.asatruarfelag

Vor Siður 2023

Eftir Fréttir
Blaðið okkar Vor Siður er komið út fyrir árið 2023. Um er að ræða glæsilegt rit í tilefni af 50 ára afmæli Ásatrúafélagsins fyrr á þessu ári.
Viðmiðunargjald fyrir blaðið er 1000 kr og má nálgast það upp í hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð sem er opið alla virka daga frá kl 13-16. Frjálst er að greiða hærra fyrir blaðið, en öll umframgreiðsla verður sett beint í hofsjóð.

Eftir áramót verður boðið upp á að fá blaðið sent heim, en þá mun sendingargjald leggjast ofan á viðmiðunargjaldið. Viðmiðunargjald ásamt sendingarkostnaði verður nánar auglýst á nýju ári.

May be an image of text

Níunáttablót í Hlésey 31. desember kl 13:00.

Eftir Fréttir
Minnum á Níunáttablót í Hlésey kl 13:00 á Gamlársdag. Jóhanna Harðardóttir mun helga blótið þar sem fagnað verður hækkandi sól og nýju ári ásamt því að þakka fyrir hið gamla.
Að vanda verður kakó og kaffi með piparkökum.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með að senda póst á johanna@hlesey.is
May be an image of fire

Listi jólablóta Ásatrúarfélagsins yfir landið 2023

Eftir Fréttir
Jólablót á landinu 22. desember 2023
Jólablót í Öskjuhlíð í Reykjavík kl 18:00.
Jólablót Ásatrúarfélagsins í Reykjavík verður haldið kl 18:00 í hofskálinni í hofi Ásatrúarfélagsins. Allsherjargoði helgar blótið sem hefst kl 18:00, en best er að koma gangandi frá Nauthólsvík. Í kjölfar blóts verður haldið til blótveislu í Sal Garðyrkjufélags Reykjavíkur (miðasala auglýst sér).
Jólablót á Ráðhústorgi á Akureyri kl 18:00.
Ragnar Ólafsson helgar blótið en að því loknu verður boðið upp á kakó og smákökur.
Jólablót við Ferjusteina við Lagarfljótsbrú á Egilsstöðum kl 18:00.
Jólablót Ásatrúarfélagsins fer fram á vetrarsólstöðum við Ferjusteina við norðurenda Lagarfljótsbrúar föstudaginn 22. des. og hefst kl. 18:00. Kaffi og kakó í Bókakaffi að athöfn lokinni.
Jólablót uppi í Nýrækt Stykkishólmi kl 17:00.
Jónína K. Berg helgar blótið og að því loknu verður boðið uppá heitt jólakakó og smákökur.
Jólablót í Ásheimi í Skagafirði kl 18:00
Blótið hefst kl 18:00. Árni Sverrisson helgar blótið. Grillið verður heitt og gosið kalt. Taka með sér á grillið, verkfæri á staðnum.
31. desember
Níunáttablót í Hlésey kl 13:00
Jóhanna Harðardóttir mun helga blótið þar sem fagnað verður hækkandi sól og nýju ári ásamt því að þakka fyrir hið gamla.
Að vanda verður kakó og kaffi með piparkökum.
Blótið verður helgað kl 13:00 á gamlársdag; 31 des.
Það sama gildir um öll okkar blót að allir eru velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur!
May be an image of fire