Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Jólablótveisla Ásatrúarfélagsins 21. desember.

Eftir Fréttir
Jólablótveisla Ásatrúarfélagsins verður haldin 21. desember í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla). Í boði verður jólahlaðborð með ýmsum uppákomum. (Á hlaðborði verða einnig vegan réttir).
Húsið opnar kl 19:15.
Miðaverð: 3.500 kr. til félagsmanna og 1.000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Takmarkaður fjöldi miða í boði!
Þau sem vilja vera með hafi samband við skrifstofu Ásatrúarfélagsins í síma
861-8633 (frá kl 13-16) eða með tölvupósti á netfangið skrifstofa@asatru.is.
Hægt er að greiða á skrifstofu eða með millifærslu. Nánari upplýsingar veittar þegar miðar eru pantaðir.

Minnum á málfarsfundinn sunnudaginn 4. desember!

Eftir Fréttir

Íslenskan tekur hröðum breytingum og ýmsum veitist erfitt að fylgjast með nýyrðum og notkun þeirra.
Meðal breytinganna eru t.d. kynhlutlaus orð og orð sem notuð eru um kynsegin fólk, t.d. persónufornöfn.

Ásatrúarfélagið hefur boðið Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RUV að halda framsöguerindi um þessa málnotkun, en á eftir verða umræður og hugsanlega fyrirspurnir fundargesta.

Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 4. desember kl. 16:00 í hofinu.
Fundurinn er opinn félagsmönnum meðan húsrúm leyfir.