Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Landvættablót

Eftir Fréttir
Landvættablót verða haldin á nokkrum stöðum á landinu þann 1. desember.
Á Þingvöllum kl 18 við Almannagjá.
Á Reyðarfirði á tjaldstæðinu kl 18.
Við Garðskagavita á Reykjanesi kl 18.
Hamarstúni á Akureyri kl 18.
Við Völuspárreitinn í Bolungarvík kl 20

Ályktun um hálendið og félagsaðild að Landvernd

Eftir Fréttir


Greint var frá því á allsherjarþingi þann 2. nóvember að Ásatrúarfélagið hefði með einróma samþykki stjórnar gerst svokallað aðildarfélag að Landvernd og að þrír fulltrúar félagsins hefðu setið aðalfund Landverndar fyrir Ásatrúarfélagið fyrr á árinu. Skýrt var þó tekið fram á þinginu að þessi félagsaðild fæli ekki í sér stuðning við allar áherslur Landverndar. En náttúruverndarmál eru eini málaflokkurinn þar sem Ásatrúarfélagið hefur við vel valin tilefni beitt sér eða tekið afstöðu í pólitískum átakamálum og sérstaklega var rætt um málefni miðhálendisins í tengslum við þessa félagsaðild.

Á allsherjarþingi var svohljóðandi ályktun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eftir nokkrar umræður. Þrír greiddu atkvæði gegn ályktuninni.

Hálendi Íslands er helgistaður allra Íslendinga og ef marka má Grágás er það sameign þjóðarinnar allt aftur til landnáms. Ásatrúarfélagið kallar eftir því að almenningur fái skýra aðkomu að stjórnun svæðisins og að stjórnsýsla þess verði með þeim hætti að um hana myndist breið þjóðarsamstaða. 

Engin slík samstaða er fyrir hendi um það tómarúm og stjórnleysi sem virðist nú ríkja á stórum hluta þessa helgistaðar. Þetta ástand má ekki verða viðvarandi. Ásatrúarfélagið kallar eftir umræðu og skýrri sýn um framtíð svæðisins.

Tilnefningar óskast í laganefnd

Eftir Fréttir

Á síðustu tveimur allsherjarþingum hafa verið samþykktar lagabreytingatillögur sem núverandi lögsögumaður hefur lagt fram í samráði við lögréttu. Á síðasta ári var fyrirkomulagi kosninga breytt og í ár komu tillögur frá goðaþingi sem lutu að starfi goða innan félagsins.

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á allsherjarþingi síðasta laugardag:

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins felur lögréttu að halda áfram yfirfara lög félagsins og kallar eftir því að fá á næsta Allsherjarþingi tillögur um að félagið taki upp starfs- og siðareglur og að með þeim setji félagið sér reglur um meðferð trúnaðarmála. Einnig felur allsherjarþing lögréttu að skipa laganefnd og gera almennum félagsmönnum kleift að taka sæti í henni.

Í samræmi við þessa ályktun er hér með auglýst eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi slíkrar nefndar. Senda skal tillögur á logsogumadur@asatru.is. Frestur til að skila inn er til 5. desember næstkomandi.

Niðurstöður allsherjarþings og nýkjörin lögrétta

Eftir Fréttir

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins var haldið í hofinu að Menntasveigi síðastliðinn laugardag. Vel var mætt á þingið og umræður fjörugar. Fundarstjóri var Stefán Pálsson sagnfræðingur.

Alls höfðu borist 37 lagabreytingartillögur og voru samþykktar tillaga Bjarka Sigurðssonar um breytingu á 1. grein laga og lagabreytingartillögur sem lögsögumaður lagði fram fyrir hönd lögréttu og goðaþings voru samþykktar í heild sinni. Öðrum lagabreytingartillögum var vísað til lögréttu til frekari umræðu og úrvinnslu í kjölfar umræðna sem áttu sér stað á þinginu.

Unnar Reynisson og Jóhannes Levy voru sjálfkjörnir í lögréttu og Elfa Hauksdóttir var sjálfkjörin sem varamaður í lögréttu. Óskað var eftir framboði annars varamanns og náði Ásdís Elvarsdóttir kjöri sem varastjórnarmaður. Hulda Sif Ólafsdóttir og Jónas Eyjólfsson voru sjálfkjörin sem skoðunarmenn reikninga og Jökull Tandri Ámundason og Haukur Bragason voru sjálfkjörnir í kjörnefnd.

Á opnum lögréttufundi sunnudaginn 3. nóvember skipti stjórn með sér verkum og verður Guðmundur Rúnar Svansson áfram lögsögumaður, Jóhannes Levy staðgengill lögsögumanns, Unnar Reynisson verður gjaldkeri og Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík ritari. Þá sagði Sædís Hrönn Haveland af sér úr stjórn og var fallist á lausnarbeiðni hennar og tók Elfa Hauksdóttir sæti hennar sem aðalmaður í stjórn út starfsárið.

Samþykktar voru ályktanir í lok allsherjarþings um málefni hálendisins og um framhald lagabreytinga og munu þær birtast á næstu dögum. Þá verður ársskýrsla starfsársins birt, lög félagsins uppfærð á heimasíðunni og fundargerð Allsherjarþings birt á næstu dögum.

Veturnáttablót

Eftir Fréttir

Þurra skíða

ok þakinna næfra

þess kann maðr mjöt,

þess viðar,

er vinnask megi

mál ok misseri.

 

Vetrarnætur eða veturnætur eru forn tímamót sem haldin eru hátíðleg í október til að fagna upphafi vetrar. Goðar Ásatrúarfélagsins halda blót víðsvegar um landið!

 

Anna Leif Auðar Elídóttir, nýr goði Ásatrúarfélagsins, helgar sitt fyrsta blót á Akranesi, klukkan 18:00.

Hilmar Örn Hilmarsson helgar blót í Öskjuhlíð, klukkan 20:00 í Hofi.

Sigurður Mar helgar blót í Ólafsfirði, klukkan 17:00 við Menntaskólann.

Elfar Logi helgar blót á Orrustutanga á Ströndum. (frestað)

Ragnar helgar blót á Hamarkotstúni á Akureyri. Veturnáttablót er haldið fyrsta vetrardag klukkan 16:00 á Hamarkotstúni á Akureyri. Blót þetta er helgað Óðni, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum sem hverfa til hinnar eilífu hringrásar.

Baldur helgar blót á Vestdalseyri. 26. okt. Fyrsti vetrardagur. Kl. 14:00. Félagsfundur Ásatrúarfólks í Austurlandsgoðorði í Sæbóli, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs- Hafnargötu 17 á Seyðisfirði. Dagskrá má sjá á Ásatrúarfólk í Austurlandsgoðorði. 26. okt. Kl. 16:00. Veturnáttablót á Vestdalseyri Seyðisfirði. Ath. Blótið var auglýst á dagatali þann 27. Allir velkomnir

 

Lagabreytingatillögur

Eftir Fréttir

Hér eru þær lagabreytingatillögur sem lagðar verða fyrir á komandi Allsherjarþingi.

Lögsögumaður leggur eftirfarandi fram fyrir hönd stjórnar, og koma þær að mestu frá Goðaþingi.

https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Lagabreytingartillogur-stjornar.pdf

Unnar Reynisson, varamaður í lögréttu, sendi inn svohljóðandi tölvupóst með lagabreytingatillögu:

Hér kemur tillaga að lagabreytingu sem ég hef sent inn áður nú
með númeraðri grein.

Greinin kæmi undir liðnum Starfsreglum Ásatrúarélags. Mundi hún
verða grein 3 undir þeim liði, núverandi grein 3 yrði þá grein 4
osfr.

Í liðnum _Um Ásatrúarfélagið_ á vefsíðu félagsins stendur:
„Ásatrúarfélagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og
forn menningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka
skilning og áhuga á þjóðtrú og gömlum hefðum. Þetta vill
félagið gera án þess að gera lítið úr öðrum trúarsiðum,
gömlum eða nýjum, eða menningu annarra þjóða. Ofstæki eða hatur
í garð annarra getur aldrei samrýmst stefnu félagsins.…“

Mikilvægt er að þessi orð séu byggð á lögum félagsins.

Tillaga að nýrri grein:

_3. grein._

_Lítur Ásatrúarfélagið svo á að allir menn séu jafnir, burtséð
frá uppruna, kyni, kynferði, trúarbrögðum eða öðru sem gæti
greint þá sundur. Ofstæki og hatur í garð annarra á ekki erindi á
vettvangi félagsins, hvorki með orðræðu eða öðrum hætti. _

Rökstuðningur: Hér er ekki boðuð ritskoðun heldur er lagt upp með
öllum geti liðið vel á vettvangi félagsins; í opnu húsi,
handverkskvöldum, blótum, leshópum eða hverjum öðrum viðburðum.
Hatursfull umræða og ónærgætið orðalag getur snert ýmsa og
sært, hvort sem það beinist gegn þeim sjálfum, fjölskyldum
þeirra, vinum eða öðrum.

Bjarki Sigurðsson sendi 22 lagabreytingatillögur og þær fylgja hér að neðan.
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-1.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-2.-gr-.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-4.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-8.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-9.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Log-Asatruarfelagsins-ny-5.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-ny-25.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-1.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-2.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-6.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-7.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-13.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-14.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-15.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-18.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-19.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-20.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-25.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-29.-gr-.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-34.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-35.-gr.pdf
https://asatru.is/wp-content/uploads/2024/10/Starfsreglur-Asatruarfelagsins-37.-gr.pdf

Allsherjarþing 2024

Eftir Fréttir

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2024 verður haldið í hofi félagsins að Menntasveigi 15 í Öskjuhlíð laugardaginn 2. nóvember kl 13:30. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.

Þá er hér með auglýst eftir framboðum í stjórn félagsins og varamönnum í stjórn, og einnig í önnur embætti sem kjörið er í á allsherjarþingi. Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 26. október, en þeir sem bjóða sig fram til stjórnar en ná ekki kjöri geta þó boðið sig fram sem varamenn í stjórn á þinginu. Framboðum skal skila til kjörnefndar en í henni sitja:


Jökull Tandri Ámundason (dalverjagodi@gmail.com)

Alda Vala Ásdísardóttir (aldavalaa@gmail.com)

Óttar Ottósson (ottarottosson56@gmail.com)

Alls hafa borist 37 lagabreytingatillögur frá þremur aðilum:
Lögsögumaður leggur fram fyrir hönd stjórnar 14 tillögur sem komu frá goðaþingi og eru staðfestar af lögréttu með lítilsháttar breytingum.
Bjarki Sigurðsson leggur fram 22 lagabreytingatillögur.
Unnar Reynisson, varamaður í stjórn, leggur fram tillögu um nýja grein í starfsreglum.

Dagskrá:

  1. Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar.
  2. Reikningar lagðir fram til umræðu og staðfestingar.
  3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
  4. Kosning í lögréttu.
  5. Kosning skoðunarmanna reikninga, í nefndir og í aðrar trúnaðarstöður.
  6. Önnur mál.

Veturnáttablót með Önnu Leif, 26. okt

Eftir Fréttir

Vetrarnætur eða veturnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg í október til að fagna upphafi vetrar. Áður var vetrarmisseri talið á undan sumarmisseri og veturnætur því mögulega einskonar áramót. Anna Leif Auðar Elídóttir, nýr goði Ásatrúarfélagsins, heldur sitt fyrsta opinbera blót. Hún helgar blótið staðarvættum, manninum sem hluta af náttúrunni og eilífu hringferli lífsins og árstíðanna.

 

Viðburður á Facebook.

Frestur til að skila inn tillögum til lagabreytinga

Eftir Fréttir

Vegna komandi Allsherjarþings, þá er hér minnt á að samkvæmt 37. grein starfsreglna Ásatrúarfélags þarf að skila tilkynningu að tillögum til lagabreytinga með minnst sex vikna fyrirvara, og rennur sá frestur út mánudaginn 23. september næstkomandi. Hægt er að skila tillögum á netföngin skrifstofa@asatru.is og logsogumadur@asatru.is. Koma þarf fram í tilkynningu hvaða lagagreinum verður lagt til að breyta og vera skýrt í hverju tillagan er fólgin, til dæmis með tillögu að orðalagi. Endanlegt orðalag þarf að liggja fyrir þegar boðað er til allsherjarþings með tveggja vikna fyrirvara, en samkvæmt 37. greininni þarf þá að kynna tillöguna á samfélagsmiðlum félagsins.

Við minnum einnig á að á síðasta allsherjarþingi voru samþykktar breytingar á 28. grein starfsreglna félagsins. Samkvæmt núgildandi lögum þarf að skila inn framboðum til lögréttu minnst viku fyrir allsherjarþing, og þriggja manna kjörnefnd hefur nú tekið til starfa og getur tekið við framboðum. Í kjörnefnd eru Jökull Tandri Ámundason, Dalverjagoði, kjörinn af Lögréttu. Kjörin á síðasta Allsherjarþingi eru í kjörnefnd Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði og Óttar Ottóson fyrrverandi lögsögumaður.

Hér eru lög félagsins.

Siðfræðsla tímabilið 2024-2025

Eftir Fréttir
Siðfesta (heiðin ferming).
Siðfræðsla fyrir siðfestuathafnir Ásatrúarfélagsins árið 2024-2025 hefst sunnudaginn 29.september með kynningarfundi sem verður haldinn í Hofi Ásatrúarfélagsins, í hofinu við Menntasveig 15.
Fyrsti tíminn verður 24.nóv kl 13:00 í Hofi Ásatrúarfélagsins.
Fyrir þá sem eru ekki í Reykjavík, er hægt að biðja um að sækja fræðsluna rafrænt á ZOOM og hafa samband við Jóhönnu johanna@hlesey.is
Ef þið vitið um einhverja sem eiga eftir að skrá sig þá er um að gera að hafa samband við okkur í síma 561-8633, eða benda viðkomandi á að skrá sig á eftirfarandi formi.
Hlökkum til að sjá ykkur!