Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Fyrirlestur laugardaginn 24. febrúar

Eftir Fréttir
Halla Hrund Logadóttir mun fjalla um málefni Norðurslóða laugardaginn 24. febrúar n.k. á Opnu húsi. Viðburðurinn er opinn öllum, húsið opnar kl. 14 og takmörkuð sæti eru í boði.
Halla Hrund Logadóttir er með BA gráðu í stjórnmálafræði, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard Háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Hún starfaði frá árinu 2017 sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála, og kennir jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun. Frá árinu 2019 hefur hún meðstýrt kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða, m.a. orkumála, á vettvangi World Economic Forum. Halla Hrund hefur frá árinu 2015 starfað sem stofnandi og formaður Arctic Innovation Lab og starfað sem leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum.
Hún hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015 og sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann
í Reykjavík þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál.
Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2013 fram
til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund forstöðumaður Alþjóðaþróunar við Háskólann í Reykjavík.
Frá júní 2021 hefur Halla Hrund gegnt embætti orkumálastjóra.

Vor Siður komið út! Smellið til að forvitnast um hvernig hægt sé að næla sér í eintak.

Eftir Fréttir
Þá er blaðið okkar Vor Siður komið út en um er að ræða glæsilega afmælisútgáfu.
Viðmiðunargjald fyrir blaðið er 1000 kr ef keypt er upp í hofi Ásatrúarfélagsins, eða 1700 kr ef óskað er eftir að fá blaðið sent heim með Póstinum.
Frjálst er að greiða hærri upphæð en viðmiðunargjaldið, en öll umframgreiðsla mun fara beint í hofsjóð.
Til að panta blaðið með póstsendingu þarf að senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is. Þar þarf að koma fram hver greiðandi sé og á hvaða heimilisfang á að senda blaðið.
Til að greiða þarf að millifæra á eftirfarandi reikning:
0301-13-304692
680374-0159

Námskeið í gerð landnámsklæða 16-17. febrúar n.k.

Eftir Fréttir
Við verðum með tveggja daga námskeið í gerð landnámsklæða í hofinu okkar í Öskjuhlíð 16-17. febrúar næstkomandi, en handverkshópur félagsins stendur fyrir námskeiðinu.
Á föstudeginum 16. febrúar hefst fyrri hluti námskeiðsins klukkan 20:00 og verður til u.þ.b. 22:30.
Á laugardeginum 17. febrúar hefst seinni hluti námskeiðsins klukkan 17:00 og stendur til u.þ.b. 20:00.
Þátttakendur þurfa að koma með eigin efni með sér ásamt saumnálum og hörtvinna. Auðveldast er að byrja á hörflík og þá þarf að þvo efnið áður en það er sniðið og saumað úr því.
Efnisnotkun: kjóll (2 og ½ metri af efni), kirtill (1 og ½ metri af efni) og buxur (1 og ½ metri).
Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í námskeiðið svo vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst með að senda póst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 861-8633. Þátttökugjald fyrir námskeiðið er 10.000 krónur sem greiðist á námskeiðinu.
Þau sem vilja, geta fengið kynningu á námskeiðinu á Handverkskvöldi þriðjudaginn 6. febrúar yfir kaffibolla. Þar verður einnig hægt að skrá sig ef pláss enn leyfir.
Ef aðsókn fer yfir takmarkaðan fjölda verður námskeiðið endurtekið fljótlega.