Sumarlokun skrifstofu og í hofinu er frá mánudeginum 30. júní til og með mánudagsins 11. ágúst.
Sumarlokun skrifstofu og í hofinu er frá mánudeginum 30. júní til og með mánudagsins 11. ágúst.
Þingblót verður haldið á Þingvöllum að venju Þórsdag í 10. viku sumars, sem fellur á 26. júní.
Blótið hefst kl. 18.
Safnast verður saman við flötina að neðan kl. 17:30 og þaðan gengið upp í Lögberg.
Það gæti orðið vætusamt svo blótgestir eru beðnir að klæða sig eftir veðri.
Að lokinni athöfn verður gengið til blótveislu á vellinum, boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki.
Allir velkomnir.
Sumarsólstöður eru 21. júní n.k. og verður víða blótað:
Blót á Þingvöllum verður þórsdag, 10. viku sumars og verður auglýst sér.
Dagatal Ásatrúarfélagsins fyrir almanaksárið 2025-26 er komið í póst.
Félagsmenn geta því vænst þess að eintak berist á heimili þeirra á næstu dögum, hafi það ekki nú þegar borist.
Sumri verður fagnað víða um land á sumardeginum fyrsta og fyrr.
Jarðarblót verður haldið 22. apríl kl. 17 hjá gróðrarstöðinni Þöll, Hafnarfirði.
Jökull Tandri Dalverjagoði helgar blótið.
Kaffi og samvera í Gróðrarstöðinni að blóti loknu.
Sumarblót verður haldið 23. apríl kl. 19 í Þingskálum við Hornafjörð
Guðlaug Elísabet helgar blótið.
Hressing í Þingskálum að blóti loknu.
Sigurblót verður haldið 24. apríl kl. 14 á Leirá
Anna Leif helgar blótið.
Sigurblót verður haldið 24. apríl í Ásheimi í Skagafirði, kl. 13.
Árni helgar blótið.
Sigurblót verður haldið 24. apríl kl. 17 í Ólafsfirði. á Ósbrekkusandi
Sigurður Mar helgar blótið.
Sigurblót verður haldið 24. apríl kl. 18 á Hamrskotstúni á Akureyri.
Ragnar helgar blótið.
Sigurblót verður haldið 24. apríl kl. 17 við Blöndalsbúð í Eyjólfsstaðaskógi, á Fljótsdalshéraði.
Baldur Freysgoði helgar blótið.
Að venju mun goði bjóða upp á heitar og nýeldaðar Goða-pylsur að loknu blóti og kaffi og eins og venjulega.
Annars tekur fólk með sér það úr búi sínu sem það vill hafa með kaffinu eða að skella á eldinn.
Sigurblót verður haldið 24. apríl, kl. 14 í Hofi félagsins í Öskjuhlíð.
Víkingafélagið Rimmugýgur bregður á leik, grillar víkingapylsur og boðið verður upp á kaffi og ávexti.
Blaðrarinn mætir og útbýr blöðrudýr fyrir börnin sem fá einnig sumargjöf frá félaginu.
Í hofi félagsins má nú kaupa bækur, goðaglös, hálsmen, kort og annað áhugavert, en ágóði sölunnar rennur í hofsjóð.
Hægt er að koma við og skoða vörur og festa kaup á þeim á Opnu húsi alla laugardaga eða á opnunartíma skrifstofunnar. Því miður er ekki hægt að senda vörur að svo stöddu, þær er aðeins hægt að sækja í hofið.
Á döfinni er nóg um að vera! Vorjafndægrablót verða haldin víða um land á fimmtudag, laugardag og mánudag, og í hofi félagsins er fyrirlestur Sigurboða Grétarssonar um yngri fúþark á dagskrá á opnu húsi laugardagsins.
Vorjafndægrablót verður haldið á Hellu, 20. mars kl. 18. Jökull Tandri helgar blótið.
Vorjafndægrablót verður haldið á Akureyri, á Hamarskotstúni, 20. mars kl. 18. Ragnar Þveræingagoði helgar blótið.
Vorjafndægrablót verður haldið á Höfn í Hornafirði, í Óslandi, 20. mars kl. 19. Guðlaug Þingskálagoði helgar blótið.
Vorjafndægrablót verður haldið í Hafnarskógi að Ljósheimum 3, í Borgarfirði laugardaginn 22. mars kl.16. Jónína Berg Þórsnesgoði helgar blótið.
Brákarblót / Vorjafndægrablót verður haldið á Borgarnesi,Brákarblót í Brákey, mánudaginn 24. mars kl. 18. Anna Leif Leirárgoði helgar blótið.
Vegna framkvæmda borgarinnar við trjáfellingu í Öskjuhlíð er akstursleiðin frá Vesturhlíð til Hofsins lokuð næstu 2-3 vikur. Þið sem eigin erindi í Hofið til okkar vinsamlega komið gangandi frá Nauthólsvík.