Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Listi yfir Landvættablót föstudaginn 1. desember

Eftir Fréttir
Landvættablót föstudaginn 1. desember.
Landvættablótin verða haldin samtímis víða um landið á fullveldisdaginn.
Öll blótin hefjast klukkan 18:00.
Sameiningarblót á Þingvöllum:
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blót á Þingvöllum. Blótað verður við Lögberg ef færð leyfir.
Bergrisablót á Suðurlandi:
Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði helgar blót við Garðskagavita. Kaffiveitingar á Röstinni á eftir.
Jökull Tandri Ámundason Dalverjagoði helgar blót við gistiheimilið Ásgarð. Kaffiveitingar á Valhalla Resturant á eftir.
Griðungsblót á Vesturlandi:
Elfar Logi Hannesson Haukadalsgoði helgar blót við Völuspárskiltið í Bolungavík. Súpa verður í Verbúðinni í Bolungarvík.
Jónína Kristín Berg Þórsnesingagoði helgar blót í Grundarfirði. Blótið verður haldið við Víkingaskálann á móti Sögumiðstoðinni. Heit súpa á boðstólum efir blót.
Arnarblót á Norðurlandi:
Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði helgar blót á Hamarskotstúni á Akureyri.
Drekablót á Austurlandi:
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir helgar blót á Þingskálum, Hornafirði. Kaffiveitingar á eftir.
Öll velkomin!
May be an image of fire

Eftir Fréttir

Minnum á fyrirlesturinn: – Týndur og tröllum gefinn? : Glataður og „glataður“ sagnaarfur Íslendinga – sem haldinn verður á opnu húsi núna laugardaginn 25. nóvember kl 14:00 í hofinu okkar í Öskjuhlíð.

Allir velkomnir en takmörkuð sæti eru í boði og því best að mæta tímanlega. Fyrirlesturinn er á íslensku.

Fyrir þá sem ekki komast þá verður fyrirlestrinum streymt á facebook. Fyrir þá sem eru ekki með facebook að þá erum við að klára setja upp kerfi til að taka upp fyrirlestra. Hvort það verði komið í laggirnar fyrir laugardaginn er ekki alvíst, en við erum á lokametrunum með að setja það upp. Fyrirlestrar framtíðar munu því fara í heild sinni inn á youtube.

Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn:

Fyrirlestur og opið hús 25.11.23

Fyrsti tíminn í siðfræðslu sunnudaginn 26. nóvember!

Eftir Fréttir

Minnum á fyrsta tímann í siðfræðslu sunnudaginn 26. nóvember kl 13:00 í hofinu okkar í Öskjuhlíð.

Á sama tíma verður tími á ZOOM fyrir þá sem ekki komast í hofið. Til að skrá sig á ZOOM er best að senda okkur póst á skrifstofa@asatru.is fyrir kl 16:00 á föstudaginn kemur.

Það er enn hægt að skrá ungmenni í siðfestu hér:

https://docs.google.com/forms/d/1Qi1CK-_S0_3450r-UeP3veQdPWy-ZWtsNjoLoacieqQ/edit

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 861-8633.