Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Eftir Fréttir

Sumarsólstöðublót Grundarfirði verður haldið miðvikudaginn 19. júní, fyrir utan Sögumiðstöðina. Jónína Þórsnesgoði helgar blótið kl 20:00. Fögnum sól og sumarbirtu.

Lyftum horni til heilla goðum og góðum vættum, til heilla sólinni og til góðs árferðis og friðar.

Öllum er velkomið að mæta, hvort sem fólk er í félaginu eða ekki.

Boðið verður uppá kaffi, drykki og meðlæti í Sögumiðstöðinni að blóti loknu og í leiðinni höldum við opinn fund um það sem efst er á baugi hjá Ásatrúarfélaginu og svo hvernig við viljum sjá félagsstarfið og viðburði þróast hér á Vesturlandinu.

Gróðurblót 25. maí 2024 – Myndir

Eftir Fréttir

Frábær stemming var á Gróðurblóti að Mógilsá laugardaginn 25. maí síðastliðinn.

Dagurinn hófst kl 12:00 með hópefli hjá nemendum í siðfestu og í kjölfarið var haldið á blótið sem hófst kl 14:00.

Hér má sjá nokkrar myndir af blótinu.

Fyrirlestur á opnu húsi laugardaginn 25. maí

Eftir Fréttir
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarptófessor á Árnastofnun, mun flytja síðasta erindið á fyrirlestradagskránni okkar fyrir sumarfrí.
Haukur mun tala um Nafn Þórs:
Í erindinu verður fjallað um elstu norrænu heimildir um nafn Þórs, ekki síst Hymiskviðu og Þórsdrápu en þar má sjá að skáldin hafa þekkt nafnið í tveggja atkvæða gerð. Jafnframt verður fjallað um mannanöfn sem dregin eru af nafni Þórs eins og Þórdís og Þorsteinn. Slík nöfn ná gríðarlegum vinsældum á 9. öld og er freistandi að líta á það sem merki um einhvers konar trúarlega vakningu.
Fyrirlesturinn hefst kringum 14:30 en húsið opnar kl. 14. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir!

Mikið um að vera um helgina 25. og 26. maí

Eftir Fréttir

Það er mikið um að vera um helgina, en ásamt fyrirlestri í hofinu verða haldin tvö blót á landinu. Annars vegar Gróðurblót að Mógilsá, og svo Vorblót Stykkishólmi.

Smellið til að sjá meira um hvern viðburð.

Gróðurblót að Mógilsá: https://asatru.is/grodurblot-ad-mogilsa-4/

Vorblót Stykkishólmi: https://asatru.is/vorblot-stykkisholmi-sunnudaginn-26-mai-n-k/

Fyrirlestur í hofinu: https://asatru.is/fyrirlestur-a-opnu-husi-laugardaginn-25-mai/

Vorblót Stykkishólmi sunnudaginn 26. maí n.k.

Eftir Fréttir
Vorblót Stykkishólmi sunnudaginn 26. maí upp í Nýrækt, skógrækt Stykkishólms.
Jónína Þórsnesgoði helgar blótið kl 16:00.
Fögnum vori og hækkandi sól, lyftum horni til heilla goðmögnum gróandans og til góðs árferðis og friðar. Öllum er velkomið að mæta, hvort sem fólk er í félaginu eða ekki.
Að blóti loknu ætlum við að staldra við í skógarlundinum, þar verður kaffi og drykkir ásamt meðlæti í boði. Auk þess verður haldinn opinn fundur um það sem efst er á baugi hjá Ásatrúarfélaginu og svo hvernig við viljum sjá félagsstarfið og viburði þróast á Vesturlandinu.

Gróðurblót að Mógilsá

Eftir Fréttir
Við minnum á Gróðurblótið að Mógilsá, laugardaginn 25. maí næstkomandi kl 14:00.
Alda Vala Ásdísardóttir helgar blótið og í kjölfarið verður grillað og spjallað saman fram eftir degi í fallegu umhverfi.
Grillaðar pylsur og gos að vanda ásamt kaffi.

Munið að klæða ykkur eftir veðri þótt alltaf sé skjól í skóginum.
Allir velkomnir.
Staðsetning: Mógilsá er við Þjóðveg 1, innst í Kollafirði. Beygt er af Þjóðveginum við Esjustofu og strax til hægri. Eftir spölkorn á afleggjaranum meðfram tjörninni er heimreiðin að Mógilsá á vinstri hönd.(Sjá kort)