Opna húsið verður á sínum stað hjá okkur á morgun í hofinu okkar í Öskjuhlíð. Að venju er kaffi á könnunni og allir velkomnir í heimsókn.
Landvættablót föstudaginn 1. desember.
Landvættablótin verða haldin samtímis víða um landið á fullveldisdaginn.
Öll blótin hefjast klukkan 18:00.
Sameiningarblót á Þingvöllum:
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blót á Þingvöllum. Blótað verður við Lögberg ef færð leyfir.
Bergrisablót á Suðurlandi:
Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði helgar blót við Garðskagavita. Kaffiveitingar á Röstinni á eftir.
Jökull Tandri Ámundason Dalverjagoði helgar blót við gistiheimilið Ásgarð. Kaffiveitingar á Valhalla Resturant á eftir.
Griðungsblót á Vesturlandi:
Elfar Logi Hannesson Haukadalsgoði helgar blót við Völuspárskiltið í Bolungavík. Súpa verður í Verbúðinni í Bolungarvík.
Jónína Kristín Berg Þórsnesingagoði helgar blót í Grundarfirði. Blótið verður haldið við Víkingaskálann á móti Sögumiðstoðinni. Heit súpa á boðstólum efir blót.
Arnarblót á Norðurlandi:
Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði helgar blót á Hamarskotstúni á Akureyri.
Drekablót á Austurlandi:
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir helgar blót á Þingskálum, Hornafirði. Kaffiveitingar á eftir.
Öll velkomin!
