Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Gróðurblót að Mógilsá

Eftir Fréttir
Við minnum á Gróðurblótið að Mógilsá, núna laugardaginn 27. maí kl 14:00.
Alda Vala Ásdísardóttir helgar blótið og í kjölfarið verður grillað og spjallað saman fram eftir degi í fallegu umhverfi.
Grillaðar pylsur og gos að vanda ásamt kaffi.
Munið að klæða ykkur eftir veðri þótt alltaf sé skjól í skóginum.
Öll velkomin!
Staðsetning: Mógilsá er við Þjóðveg 1, innst í Kollafirði. Beygt er af Þjóðveginum við Esjustofu og strax til hægri. Eftir spölkorn á afleggjaranum meðfram tjörninni er heimreiðin að Mógilsá á vinstri hönd.

Hand

Eftir Fréttir

Í kvöld verður síðasta formlega handverkskvöldið okkar fram að hausti. Í boði verður kaffi og bjóðum við alla velkomna til okkar í hofið okkar.

Mæting kl 20:00

Opið hús laugardaginn 13. maí

Eftir Fréttir
Það verður opið hús á morgun laugardag í hofinu okkar að Menntasveigi 15. Allir velkomnir í kaffi og spjall, og svo verða líka vöfflur á boðstólnum á meðan birgðir endast.
Áminning! Ef þið komið akandi, þá vinsamlegast muna eftir því að loka hliðinu á eftir ykkur við enda Vesturhlíðar