Flokkur

Fréttir

Landvættablót 1. des

Eftir Fréttir

Landvættablót Ásatrúarfélagsins verða haldin miðvikudaginn 1. desember 2021. Blótin verða öll haldin kl 18:00.

– Garðskagaviti á Reykjanesi: Landvættur Suðurlands, bergrisinn, hylltur.
– Jónsgarður á Ísafirði: landvættur Vesturlands, griðungurinn, hylltur.
– Hamarskotstún á Akureyri: landvættur Norðurlands, örninn, hylltur.
– Á Austurlandi: landvættur Austurlands, drekinn, hylltur.
– Þingvellir: sameiningarblót landshluta.

Allsherjarþing 2020 & 2021

Eftir Fréttir

Allsherjarþing fyrir starfsárin 2019-2020 og 2020-2021 verður haldið í sal Flugvirkjafélags Íslands, Borgartúni 22, laugardaginn 30. október nk. kl. 14:00.

Verkefni þingsins eru þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu.
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál

Breytt dagsetning Njarðarblóts

Eftir Fréttir

Vinsamlegast athugið:
Skv. dagatali félagsins er Njarðarblót auglýst nk. sunnudag kl. 13, en það hefur nú verið fært til sunnudagsins 8. ágúst (sami tími/sama staðsetning) vegna óviðráðanlegra orsaka.

Við vonum að þetta komi ekki að sök.

Gróðurblót að Mógilsá

Eftir Fréttir

LOKSINS LOKSINS – Það verður blót!

Alda Vala, Hvammverjagoði, mun standa fyrir gróðurblóti að Mógilsá (skógræktarstöðinni við Esjurætur), laugardaginn 29. maí nk. klukkan 14.

Blótið mun auðvitað litast af aðstæðum: ekki verður kveiktur eldur og ekki grillað í ljósi þurrkatíðar en kaffi/drykkir og eitthvað meðlæti verður í boði. Fólk er hvatt til að taka tillit til annarra og passa upp á fjarlægðarmörk.

Eggjaleitin verður á sínum stað fyrir börnin.

Verið velkomin ?

Vor Siður 2021

Eftir Fréttir

Ársritið Vor Siður 2021 er nú komið út og hægt er að fletta í gegnum það og lesa spjaldanna á milli með því að smella HÉR

Fyrir safnara, og þau sem ólm vilja fletta í gegnum pappírseintak, er hægt að panta ársritið og fá sent heim gegn 1500kr lágmarksgjaldi.
Þá er einnig í boði að greiða hærra verð fyrir heimsendinguna og styrkja þannig söfnunarsjóð hofbyggingarinnar en HÉR skráir þú þig til að óska eftir heimsendu eintaki Vors Siðar 2021.