Það verður ekkert opið hús laugardaginn 29. júní vegna framkvæmda. Sjáumst að viku liðinni.
Við minnum á Þingblótið okkar á morgun á Þingvöllum sem hefst stundvíslega kl 18:30. Safnast verður saman kl 18:00. Veðurspáin lítur vel út!
Hér má lesa meira um blótið:
Opna húsið verður á sínum stað laugardaginn 22. júní. Allir velkomnir í spjall og kaffi á könnu!
Minnum á opna húsið á morgun laugardag frá kl 14-16.. Kaffi á könnu og allir velkomnir í heimsókn!
Á Þórsdegi í 10. viku sumars þann 27. júní næstkomandi verður að venju blótað á Þingvöllum með glæsibrag.
Blótið verður mikið hátíðarblót með innsetningu tveggja nýrra goða í embætti.
Safnast verður saman kl 18:00 og gengið að Lögbergi í Almannagjá. Athöfnin hefst þar stundvíslega kl 18:30.
Í kjölfar blóts verður boðið upp á grillveislu og með því.
Þið eruð að sjálfsögðu öll velkomin að mæta og taka þátt í fögnuðinum!
Sumarsólstöðublót Grundarfirði verður haldið miðvikudaginn 19. júní, fyrir utan Sögumiðstöðina. Jónína Þórsnesgoði helgar blótið kl 20:00. Fögnum sól og sumarbirtu.
Lyftum horni til heilla goðum og góðum vættum, til heilla sólinni og til góðs árferðis og friðar.
Öllum er velkomið að mæta, hvort sem fólk er í félaginu eða ekki.
Boðið verður uppá kaffi, drykki og meðlæti í Sögumiðstöðinni að blóti loknu og í leiðinni höldum við opinn fund um það sem efst er á baugi hjá Ásatrúarfélaginu og svo hvernig við viljum sjá félagsstarfið og viðburði þróast hér á Vesturlandinu.
Eins og venjulega er opið hús á morgun laugardag í hofinu okkar í Öskuhlíð. Allir velkomnir og kaffi á könnunni!
Vorblót í Vopnafirði fer fram við Einbúa 9. júní sem er við gatnamótin að Skjaldþingsstöðum og hefst kl. 16:00. Kaffi hjá Ingvari á Skjaldþingsstöðum eftir blót. Allir velkomnir.