Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Skógarblót Laugardaginn 25.júní

Eftir Fréttir

Þá er komið að skógarblótinu sem mun eiga sér stað við Þórshamarinn í Öskjuhlíð. Boðið verður upp á kakó og kaffi ásamt einhverju bakkelsi. Óskar Bjarni Skarphéðinsson mun kveða úr Völuspá. Allir velkomnir en athöfnin hefst kl 21:00.

Þingblót 21. júní

Eftir Fréttir

Loksins er komið að þingblótinu okkar eftir 2 ára hlé. Þriðjudaginn 21. júní verður sólstöðum fagnað með blóti á Þingvöllum. Athöfnin hefst kl 18:30 í Almannagjá og að henni lokinni verður boðið upp á grillaðar pulsur ásamt drykkjum. Allir velkomnir.

Gróðurblót að Mógilsá

Eftir Fréttir

Þá er komið að því!

Alda Vala, Hvammverjagoði, mun standa fyrir gróðurblóti að Mógilsá (skógræktarstöðinni við Esjurætur), laugardaginn 28. maí nk. klukkan 14.

Það verður boðið upp á grillaðar pulsur ásamt gosi og kaffi. Allir velkomnir.

Eggjaleitin verður á sínum stað fyrir börnin.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Landvættablót 1. des

Eftir Fréttir

Landvættablót Ásatrúarfélagsins verða haldin miðvikudaginn 1. desember 2021. Blótin verða öll haldin kl 18:00.

– Garðskagaviti á Reykjanesi: Landvættur Suðurlands, bergrisinn, hylltur.
– Jónsgarður á Ísafirði: landvættur Vesturlands, griðungurinn, hylltur.
– Hamarskotstún á Akureyri: landvættur Norðurlands, örninn, hylltur.
– Á Austurlandi: landvættur Austurlands, drekinn, hylltur.
– Þingvellir: sameiningarblót landshluta.

Allsherjarþing 2020 & 2021

Eftir Fréttir

Allsherjarþing fyrir starfsárin 2019-2020 og 2020-2021 verður haldið í sal Flugvirkjafélags Íslands, Borgartúni 22, laugardaginn 30. október nk. kl. 14:00.

Verkefni þingsins eru þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu.
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál

Breytt dagsetning Njarðarblóts

Eftir Fréttir

Vinsamlegast athugið:
Skv. dagatali félagsins er Njarðarblót auglýst nk. sunnudag kl. 13, en það hefur nú verið fært til sunnudagsins 8. ágúst (sami tími/sama staðsetning) vegna óviðráðanlegra orsaka.

Við vonum að þetta komi ekki að sök.

Gróðurblót að Mógilsá

Eftir Fréttir

LOKSINS LOKSINS – Það verður blót!

Alda Vala, Hvammverjagoði, mun standa fyrir gróðurblóti að Mógilsá (skógræktarstöðinni við Esjurætur), laugardaginn 29. maí nk. klukkan 14.

Blótið mun auðvitað litast af aðstæðum: ekki verður kveiktur eldur og ekki grillað í ljósi þurrkatíðar en kaffi/drykkir og eitthvað meðlæti verður í boði. Fólk er hvatt til að taka tillit til annarra og passa upp á fjarlægðarmörk.

Eggjaleitin verður á sínum stað fyrir börnin.

Verið velkomin ?