Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Veturnáttablót á Akureyri 28. október (BREYTING)

Eftir Fréttir
TILKYNNING.
Smá breyting á viðburði á dagatali félagsins:
Veturnáttablótið á Akureyri fær nýja staðsetningu.
Blótið verður haldið á laugardaginn í sal Zontafélagsins á Akureyri, Aðalstræti 54, kl 14:00. Eftir blótið verður boðið upp á kaffi í salnum. Allir velkomnir!”
May be an image of fire

Veturnáttablót í Öskjuhlíð 28. október

Eftir Fréttir
Veturnáttablót Ásatrúarfélagsins verður haldið 28. október sem er fyrsti vetrardagur.
Blótið hefst kl 20:00 við hofið okkar að Menntasveigi 15 í Öskjuhlíð. Í boði verða léttar veitingar og gott spjall. Allir velkomnir.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með að senda okkur tölvupóst á ,,skrifstofa@asatru.is”. Ef einhver mætir á ykkar vegum eða með ykkur í samfloti, endilega látið okkur vita á sama máta eða með að senda okkur tölvupóst.

Opið hús og fyrirlestur laugardaginn 21. október kl 14:00

Eftir Fréttir
Þróun dreka í Evrópu miðalda og á Íslandi.
Prófessor Paul Acker flytur fyrirlestur um rannsóknir sínar á drekum næstkomandi laugardag í hofinu okkar að Menntasveigi 15. Húsið opnar kl 14:00 og eru allir velkomnir en takmarkaður sætafjöldi er í boði.
Fyrirlesturinn verður á ensku, en hér er samantekt í orðum Pauls:
The Evolution of Dragons in Medieval Europe and lceland. Prof. Paul Acker Abstract: My paper, drawn from a book on dragons that I am currently writing, outlines changes in the nature and appearance of dragons from their beginnings in the classical period up through medieval times, first in Europe and then specifically in lceland. I discuss the image of ormar and drekar in the Eddas, in legendary sagas, and in runestones and Icelandic manuscript art.
Um Paul á íslensku:
Paul Acker er prófessor á eftirlaunum í forn ensku og forn íslensku frá Háskólanum í Saint Louis. Meðal verka hans í forn íslensku eru þýðingar á tveimur Íslendingasögum, ritstjórn (ásamt öðrum) á Eddukvæðum, alfræðiorðabók um Norðurlönd á miðöldum, og greinarnar “Deyddur af drekum” og “Drekar í íslenskri list”.
Hann heimsækir Ísland reglulega þar sem hann stundar rannsóknir á forn íslensku við Háskóla Íslands.
About Paul in english:
Paul Acker is an emeritus professor of Old English and Old Norse from Saint Louis University. His works on Old Norse include translations of two Icelandic sagas, co-edited collections on Eddic poetry and the Encyclopedia of Medieval Scandinavia, and articles on ‘Death by Dragons’ and ‘Dragons in Icelandic Art’. He is a frequent visitor to Iceland where he researches Old Norse at the University.

Allsherjarþing 2023

Eftir Fréttir
Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2023 verður haldið í hofinu í Öskjuhlíð laugardaginn 4. nóvember kl 14:00. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.
Dagskrá:
1. Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosning í lögréttu.
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, í nefndir og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál.
Eftirfarandi lagabreytingatillaga (sjá texta fyrir neðan) verður lögð fram á allsherjarþingi félagsins. Flytjandi tillögunnar er Guðmundur Rúnar sem er ritari Ásatrúarfélagsins. Hún er lögð fram í samráði við lögréttu og með samþykki hennar. Nánari greinargerð, rökstuðningur og skýringar fylgja í greinargerð (sjá hlekk á PDF skjal neðst í þessum pósti), og þar einnig samfelldur texti á lagagreinum eftir breytingu.
Nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðu félagsins, www.asatru.is, og eru félagar hvattir til að kynna sér þær.
No photo description available.
Um lagabreytingartillögu:
Við fyrstu málsgrein 5. greinar laga félagsins, á milli “… og tillögurétt.” og “Atvæðisréttur og kjörgengi …” bætist við ný svohljóðandi setning: Seturéttur skal miðast við félagatal eins og það er fimm dögum fyrir allsherjarþing.
Aftan við síðari málsgrein 25. greinar starfsreglna bætist við ný setning: Óska skal eftir framboðum stjórnarmanna og varastjórnarmanna til Lögréttu í auglýsingunni.
Brott fellur úr 28. grein starfsreglna: Kosning í lögréttu eftir tilnefningu fundarmanna skal vera skrifleg ef einhverjir fundarmanna óska þess.
Þess í stað hefst 28. greinin á: Framboðum til lögréttu skal skila skriflega til kjörnefndar í síðasta lagi viku fyrir allsherjarþing. Formaður kjörnefndar greinir allsherjarþingi frá þeim framboðum sem borist hafa. Sé ekki sjálfkjörið í stjórn skal kosning vera skrifleg.
Ný málsgrein bætist aftast í 28. grein starfsreglnai:
Þriggja manna kjörnefnd starfar í aðdraganda allsherjarþings og skal hún sjá um undirbúning og framkvæmd kosninga á allsherjarþingi. Viðkomandi einstaklingar mega ekki sjálfir vera í framboði til setu í lögréttu. Skulu tveir kjörnefndarmenn vera kosnir á allsherjarþingi en einn valinn af lögréttu. Nefndin skiptir sjálf með sér verkum.