Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Vor Siður 2021

Eftir Fréttir

Ársritið Vor Siður 2021 er nú komið út og hægt er að fletta í gegnum það og lesa spjaldanna á milli með því að smella HÉR

Fyrir safnara, og þau sem ólm vilja fletta í gegnum pappírseintak, er hægt að panta ársritið og fá sent heim gegn 1500kr lágmarksgjaldi.
Þá er einnig í boði að greiða hærra verð fyrir heimsendinguna og styrkja þannig söfnunarsjóð hofbyggingarinnar en HÉR skráir þú þig til að óska eftir heimsendu eintaki Vors Siðar 2021.

Allsherjarþing 2020 & 2021

Eftir Fréttir

Lögrétta ákvað á síðasta fundi sínum að fresta allsherjarþingi 2020 fram að allsherjarþingi 2021, sem samkvæmt samþykktum félagsins skal haldið 30. október nk. Að þessu sinni verða því haldin tvo þing í einu.

Vart þarf að taka fram að ákvörðunin er tekin með þeim fyrirvara, sem velþekkar aðstæður gefa tilefni til. Fylgist með vefmiðlum félagsins þegar nær dregur. Þá verður jafnframt upplýst um fundarstað.
Sem sakir standa er félagið í húsnæðishraki, en unnið er hörðum höndum að frágangi bráðabirgðaaðstöðu okkar við hofbygginguna í Öskjuhlíð.

Vísað er til vefmiðla okkar, FB/Ásatrúarfélagið og asatru.is, netfangsins asatru@asatru.is og símanúmeranna 561 8633 og 861 8633.

Allsherjarþing 2020 & 2021

Eftir Fréttir

Lögrétta ákvað á síðasta fundi sínum að fresta allsherjarþingi 2020 fram að allsherjarþingi 2021, sem samkvæmt samþykktum félagsins skal haldið 30. október nk. Að þessu sinni verða því haldin tvo þing í einu.

Vart þarf að taka fram að ákvörðunin er tekin með þeim fyrirvara, sem velþekkar aðstæður gefa tilefni til. Fylgist með vefmiðlum félagsins þegar nær dregur. Þá verður jafnframt upplýst um fundarstað.
Sem sakir standa er félagið í húsnæðishraki, en unnið er hörðum höndum að frágangi bráðabirgðaaðstöðu okkar við hofbygginguna í Öskjuhlíð.

Vísað er til vefmiðla okkar, FB/Ásatrúarfélagið og asatru.is, netfangsins asatru@asatru.is og símanúmeranna 561 8633 og 861 8633.

Siðfræðsla 2021

Eftir Fréttir

Upplýsingar um siðfræðsluna 2021:

Nú styttist í að siðfræðsla Ásatrúarfélagsins fyrir heiðna fermingu hefjist. Tímarnir munu fara fram á netinu (gegnum Zoom-fjarfundabúnaði og/eða netpósti).

Siðfræðslan fer fram eftirtalda daga:

  • Kynningarfundur: Laugardag 30. janúar.
  • Fræðslufundir: Laugardag 6. febrúar, laugardag 13. febrúar, laugardag 6. mars, laugardag 13. mars og verður tilkynnt sérstaklega ef það breytist.

Allir tímar hefjast klukkan 13:00 og lýkur fyrir klukkan 14:00.

Minnum á að enn er hægt að skrá sig í siðfræðslu á asatru@asatru.is

Siðfræðsla 2021

Eftir Fréttir

Upplýsingar um siðfræðsluna 2021:

Nú styttist í að siðfræðsla Ásatrúarfélagsins fyrir heiðna fermingu hefjist. Tímarnir munu fara fram á netinu (gegnum Zoom-fjarfundabúnaði og/eða netpósti).

Siðfræðslan fer fram eftirtalda daga:

  • Kynningarfundur: Laugardag 30. janúar.
  • Fræðslufundir: Laugardag 6. febrúar, laugardag 13. febrúar, laugardag 6. mars, laugardag 13. mars og verður tilkynnt sérstaklega ef það breytist.

Allir tímar hefjast klukkan 13:00 og lýkur fyrir klukkan 14:00.

Minnum á að enn er hægt að skrá sig í siðfræðslu á asatru@asatru.is

Jólablót 2020

Eftir Fréttir

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður og jól allra heiðinna manna. Nú tekur dag að lengja og framundan eru bjartari tímar.
Ásatrúarfélagið mun streyma jólablóti á fésbókarsíðu sinni kl 18:00 svo þeir sem hafa áhuga á að gleðjast á þessum tímamótum geti glaðst með okkur.

Jólablót 2020

Eftir Fréttir

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður og jól allra heiðinna manna. Nú tekur dag að lengja og framundan eru bjartari tímar.
Ásatrúarfélagið mun streyma jólablóti á fésbókarsíðu sinni kl 18:00 svo þeir sem hafa áhuga á að gleðjast á þessum tímamótum geti glaðst með okkur.

Vættablót 1. desember 2020

Eftir Fréttir

Landvættablót voru haldin í öllum landshlutum kl 18:00 þriðjudaginn 1. desember 2020.

Blót bergrisans var haldið á Suðurlandi af Hauki Bragasyni.
Blót griðungsins var haldið á Vesturlandi af Elfari Loga Hannessyni.
Blót arnarins var haldið á Norðurlandi af Sigurði Mar Halldórssyni.
Blót drekans var haldið á Austurlandi af Baldri Pálssyni.
Síðast en ekki síst var sameiningarblót haldið í Öskjuhlíð af Jóhönnu Harðardóttur.

Vegna fjöldatakmarkana voru blótin ekki auglýst og því engir blótgestir á staðnum eða blótveislur í kjölfarið svo blótin voru alls ekki með hefðbundum hætti og söknuðu goðar þess mikið.
Blótum á Vestfjörðum og úr Öskjuhlíð var streymt og eru þau á Facebook-síðunum ‘Vestfjarðagoðorð’ og ‘Hléseyjarblót’. 

Sjá nánar á Fésbókarsíðu félagsins.