Að venju verður Eddukvöld í kvöld í hofinu okkar í Öskjuhlíð. Kaffi á könnu og allir velkomnir!
Aftan við síðari málsgrein 25. greinar starfsreglna bætist við ný setning: Óska skal eftir framboðum stjórnarmanna og varastjórnarmanna til Lögréttu í auglýsingunni.
Brott fellur úr 28. grein starfsreglna: Kosning í lögréttu eftir tilnefningu fundarmanna skal vera skrifleg ef einhverjir fundarmanna óska þess.
Þess í stað hefst 28. greinin á: Framboðum til lögréttu skal skila skriflega til kjörnefndar í síðasta lagi viku fyrir allsherjarþing. Formaður kjörnefndar greinir allsherjarþingi frá þeim framboðum sem borist hafa. Sé ekki sjálfkjörið í stjórn skal kosning vera skrifleg.
Ný málsgrein bætist aftast í 28. grein starfsreglnai:
Þriggja manna kjörnefnd starfar í aðdraganda allsherjarþings og skal hún sjá um undirbúning og framkvæmd kosninga á allsherjarþingi. Viðkomandi einstaklingar mega ekki sjálfir vera í framboði til setu í lögréttu. Skulu tveir kjörnefndarmenn vera kosnir á allsherjarþingi en einn valinn af lögréttu. Nefndin skiptir sjálf með sér verkum.