Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Félagafjöldi

Félagsmenn í Ásatrúarfélaginu þann 1. janúar 2020 voru 4764. Það er sjötta stærsta trúfélag landsins og langfjölmennast í hópi annarra en kristinna. Eins og súluritið hér að neðan sýnir hefur fjölgun í félaginu verið jöfn og þétt síðustu tvo áratugi, mest þó síðan 2010. Metfjölgun varð á árinu 2017 en í lok þess árs voru 543 fleiri skráðir í félagið en í ársbyrjun.
 

Súlurnar miðast við 1. janúar hvers árs.

Fyrstu árin eftir löggildingu Ásatrúarfélagsins árið 1973 hljóp fjöldi félagsmanna á fáeinum tugum og hátt í tuttugu ár liðu áður en hann skreið yfir á annað hundraðið. Tölur um fjölda félagsmanna frá og með 1998 er fengnar hjá Hagstofu Íslands.

Fyrstu tvo áratugina, frá 1973 til 1993, voru skráðir ásatrúarmenn innan við hundrað. Síðan þá hefur heiðni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg frá ári til árs. Þetta er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að Ásatrúafélagið stundar ekki trúboð og að í starfsreglum þess er kveðið á um að trúboð sé ósiður.