Fornleifarannsóknir á Hofstöðum

Eftir desember 8, 2016Fréttir

Fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit eru einhverjar þær viðamestu sem farið hafa fram á Íslandi. Á árunum 1995-2002 var grafinn veisluskáli frá landnámsöld og árið 2015 lauk uppgreftri á kirkjugarði þar sem grafnar voru upp þrjár kirkjur og 170 grafir frá elstu tíð kristni á Íslandi. Í erindinu verður farið yfir sögu rannsókna á Hofstöðum, og þá sérstaklega í ljósi þess að tímasetningar á þessum mannvirkjum sýna að kirkjugarðurinn og skálinn eru að einhverju leiti samtíða, og því er áhugavert að horfa á niðurstöður úr rannsókninni í samhengi við viðteknar hugmyndir um kristnitöku á Íslandi.