Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Þrídeilur, fornt íslenskt rúnakvæði

Þetta kvæði hefur það jafnan verið kallað Þrídeilur vegna þess að þrjú vísuorð eru höfð um hverja
rún. Kvæðið er talið vera frá 15. öld. Eins og hið norska fjallar það um hin 16 tákn
yngri rúnaraðarinnar, en hverjum og einum er frjálst að túlka og meta í hvaða tilgangi þessi sérstöku kvæði voru samin.
 
Fé er frænda róg og flæðar viti
og grafseiðs gata.
Aurum fylkir.

Úr er skýja grátur og skara þverrir
og hirðis hatur.
Umbri vísi.

Þurs er kvenna kvöl og kletta búi
og varðrúnar ver.
Saturnus þengill.

Óss er aldingautur,og Asgarðs jöfur
og Valhallar vísi.
Júpíter oddviti.

Reið er sitjandi sæla og snúðug ferð
og jórs erfiði.
Iter ræsir.

Kaun er barna böl og bardaga för
og holdfúa hús.
Flagella konungur.

Hagall er kaldakorn og krapa drífa
og snáka sótt.
Grando hildingur.

Nauð er þýjar þrá og þungur kostur
og vássamleg verk.
Opera niflungur.

Ís er árbörkur og unnar þak
og feigra manna fár.
Glacies jöfur.

Ár er gumna góði og gott sumar
og algróinn akur.
Annus allvaldur.

Sól er skýja skjöldur og skínandi röðull
og ísa aldurtregi.
Rota siklingur.

Týr er einhendur áss og úlfs leifar
og hófa hilmir.
Mars tiggi.

Bjarkan er laufgað lim og lítið tré
og ungsamlegur viður.
Abies buðlungur.

Maður er manns gaman og moldar auki
og skipa skreytir.
Homo mildingur.

Lögur er vellanda vatn og víður ketill
og glömmunga grund.
Lacus lofðungur.

Ýr er bendur bogi og óbrotgjarnt járn
og fífu fárbauti.
Arcus ynglingur.