Skip to main content

Fyrirlestur á opnu húsi laugardaginn 25. maí

Eftir maí 24, 2024Fréttir
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarptófessor á Árnastofnun, mun flytja síðasta erindið á fyrirlestradagskránni okkar fyrir sumarfrí.
Haukur mun tala um Nafn Þórs:
Í erindinu verður fjallað um elstu norrænu heimildir um nafn Þórs, ekki síst Hymiskviðu og Þórsdrápu en þar má sjá að skáldin hafa þekkt nafnið í tveggja atkvæða gerð. Jafnframt verður fjallað um mannanöfn sem dregin eru af nafni Þórs eins og Þórdís og Þorsteinn. Slík nöfn ná gríðarlegum vinsældum á 9. öld og er freistandi að líta á það sem merki um einhvers konar trúarlega vakningu.
Fyrirlesturinn hefst kringum 14:30 en húsið opnar kl. 14. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir!