Laugardaginn 16. mars heldur Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, erindi um Hálendi Íslands, og segir meðal annars frá fyrirhuguðum framkvæmdum sveitastjórna þar og vernd svæðisins.
Þorgerður er menntaður jarðfræðingur frá Egilsstöðum sem hefur lagt fyrir sig náttúruvernd í sínum störfum. Hún var forseti Ungra umhverfissinna árið 2020-2021 og sótti svo meistaranám í leiðtogafræðum tengdum náttúruvernd við Háskólann í Cambridge veturinn 2021-2022. Hún gegnir nú hlutverki formanns Landverndar. Utan vinnu finnst Þorgerði gaman að syngja í kór og fara í fjallgöngur.
Erindið verður í hofi félagsins í Öskjuhlíð á opnu húsi og er öllum opið.