Skip to main content

Goðafundur 1. nóvember 2009

Útdráttur úr fundargerð: Mætt: Hilmar, Baldur, Árni, Jóhanna og Jónína.

Áætlað hvernig goðar skipta með sér viðveru á opnu húsi í nóvember. Ákveðið var að halda sömu röð og verið hefur undanfarið að Hilmar tekur vaktina fyrsta laugardag, Jónína annan, Árni þriðja og Jóhanna fjórða. Ef leysa þarf einhvern af skiftumst við á dögum. Skipuleggjum desemberdagana þegar þar að kemur. Umræður m.a. út frá umræðu á Allsherjarþingi daginn áður um starf goða, skipan goðorða, ferlið við skipun goða, hve margir goðar geta mögulega haft vígsluleyfi og kosti og galla þess að hafa annars vegar goða og hins vegar goða með vígsluleyfi. Greindi Árni frá að aftur er komin skipulögð starfsemi á fót á Norðurlandi og tengiliðir þar sem halda munu utanum starfið í samráði við hann. Einnig á Austurlandi hefur starfið fest sig í sessi og þar eru haldin tvö föst blót árlega. Auk þess rætt um hlutfallslega skiptingu fjölda félagsmana annarsvegar á Reykjavíkursvæðinu og hinsvegar landsbyggðinni og rætt um aldursskiptingu.

Fundarritari Jónína K. Berg