Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 12. febrúar 2013

Fundur 12. febrúar kl. 17:20
Mættir: Eyvindur, Hilmar, Haukur, Jóhanna, Jónína

Tekið fyrir stuðningur við blót úti á landi, bæði „í héraði“ og Þorrablót og Jólablót utan stóru blótanna.
Niðurstaða sú að miðað væri við að til hvers blóts væri lagt allt að 1000 krónum á mann í húsnæði og veitingar.

Þetta myndi gilda um öll blót á vegum félagsins utan Reykjavíkursvæðisins en þó er aðeins reiknað með annað hvort Þorrablóti eða Jólablóti á hverjum stað.

Hávamál, hátíðaútgáfa, enn eru til nokkur eintök en ekki búið að árita þau öll. Gerð örlitið könnun á eigninni, Hilmar og Eyvindur munduðu penna, en hringt var í Egil til að reka á eftir honum að krota í bækurnar líka við fyrsta tækifæri.

Fleira ekki gert og fundi slitið 16:10

JH