Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 13. desember 2010

Mættir: Jóhanna, Haukur og Hilmar


1. Nýr goði

Haukur var sérstaklega boðinn velkominn á fyrsta goðafundinn sinn


2. Sólstöðublót í Öskjuhlíð og í Mörkinni

Rætt um undirbúning að blótinu. Hilmar taldi þurfa að hreina til í Öskjuhlíð fyrir blót, annars er undirbúningur bara samkvæmt venju. Væntanlega mun blótnefndin þó að mestu sjá um að gera klárt í Mörkinni að þessu sinni, en það þarf þó að vera með þeim. Hilmar og Jóhanna taka að sér að kaupa inn fyrir blótin og skrifaður „tossalisti“. Haukur mun verða með á blótinu og meðal annars var rætt um hvort skemmtilegt væri að taka upp heitstrengingar ef einhver hefði hug á slíku,- Haukur ætlar að hugsa það mál.


3. Goðamál

Árni hefur sagt af sér og er því goðalaust fyrir norðan. Sennilegt er að Ragnar muni taka að sér goðorðið en hann hefur komið að nánast öllum blótum þar í seinni tíð og séð mikið um hópinn fyrir norðan. Rætt var um að boða hann á fund eftir áramótin. Hilmar mun stofna reikning sem norðanmenn munu hafa aðgang til að dekka nauðsynlegan kostnað af starfinu. Einnig var rætt um að fá Laufeyju suður til skrafs og ráðagerða en hún hefur sýnt mikinn áhuga og haldið blót fyrir vestan þótt hún hafi enn ekki ákveðið sig endanlega.


4. Starfsheitið

Svolítið hefur borið á því að ýmsir kalla sig goða (jafnvel „gyðjur“) sem ekki hefur verið úthlutaður sá titill af félaginu. Starfsheitið er ekki lögverndað en mættir goðar voru sammála um að enginn skyldi a.m.k. geta kallað sig goða innan félags eða í miðlum þess (s.s. Vorum sið eða á vefsíðunni), nema þeir sem bera þann titil samkvæmt skipun félagsins. Í framhaldi lauslega rætt um andlit félagsins út á við og lögverndun starfsheita.

Fundi slitið kl. 18:50 JGH