Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 14. febrúar 2008

Útdráttur úr fundargerð:
Mætt eru: Hilmar, Árni, Jóhanna og Jónína.


1. Blótanefndartillaga

Umræður varðandi tillögu goða að blótanefnd og annað til úrbóta við undirbúning blóta. Áhersla á að horft sé framávið og blótanefnd sé gert kleyft að skipuleggja blóthaldið á ársbasis en ekki bara eitt blót í senn. Rætt um kostnað vegna skemmtikrafta á blótum og um aðgangseyri að blótum sem ekki er á allra færi að greiða fyrir. Unnið að svari við skeyti frá gjaldkera vegna blótanefndartillögu goða sem tekin var fyrir á síðasta lögréttufundi og voru goðar í flestum atriðum samþykkir erindi gjaldkera.


Önnur mál:

A. Umræður varðandi bréf frá Garðari Guðnasyni varðandi fjölmenningardagatal.
Mikilvægt er að almanak Ásatrúarfélagsins verði vel úr garði gert er það verður gefið út.

B. Rætt um skipulag blóthalds goða á komandi sumri.
Hilmar áætlar að halda blót í Skaftafelli í sumar, Árni áætlar að standa fyrir blóti í Heiðmörk og Jóhanna heldur blót að Mógilsá 31. maí. Um jafndægur á hausti verður svo blótað á Vesturlandi á vegum Jónínu.

C. Hjónavígsla í júní
Skipulagt hvaða goðar sjá um hjónavígslu í júní á vegum þýskrar ferðaskrifstofu.

Fundarritari: Jónína K. Berg