Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 22. október 2016

Goðafundur haldinn í Síðumúla 15
22. október 2016 kl 10:00
 
Mættir: Alda Vala Ásdísardóttir, Árni Sverrisson, Baldur Pálsson, Haukur Bragason, Hilmar Örn Hilmarsson, Jóhanna Harðardóttir, Jónína Kristín Berg, Ragnar Elías Ólafsson
 
 
1.
 
Fastur fundatími og Veturnáttablót. Rætt  um að setja niður fastan fundatíma goða árlega og þóttu Veturnætur vera ágætur tími til þess meðal flestra goða.  Ákveðið var að miða árlegan goðafund við Veturnætur og færa fundi milli héraða. Stefnt verði að því halda blót á þeim stað sem goðar verða á hverju ári.
Samhliða rætt um slaka mætingu á Veturnáttablóti í Reykjavík og voru goðar sammála um að það blót mætti leggja niður, en í þess stað yrði Veturnáttablót goða.
Kynnt var nýtt goðaefni á Vestfjörðum; Anna Sigríður Arndal.
 
2.
 
Baldur lagði fram tillögu um að leggja niður heitið Lögrétta á stjórn félagsins og rökstuddi það með því t.d. að starfsheiti lögsögumanns ætti ekki við nein rök að styðjast og lögréttuheitið aðeins til að gera tilgang stjórnarinnar ósýnilegan.
Talsverðar umræður og sýndist sitt hverjum. Almennt voru þó goðar sammála um að þetta væri vel íhugandi mál og að minnsta kosti ætti að gera grein fyrir því í lögum félagsins að STJÓRN FÉLAGSINS HÉTI LÖGRÉTTA, þannig að aðalatriði væri að um stjórn félags væri að ræða, og að lögsögumaður væri auðvitað ekkert annað en stjórnarformaður þeirrar stjórnar.
Ákveðið að vísa umræðunni út í félagið og mun Baldur að öllum líkindum leggja þessa tillögu fyrir Allsherjarþing.
 
 
3.
Reglugerðir um skipun goða skoðuð með tilliti til þess hvort goðar skuli safna þingmannalista fyrir eða eftir að þeir verða goðaefni. Skoðaðar voru 4. grein laga og 19.grein í reglugerðinni um goða. Niðurstaðan er ótvíræð þ.e.a.s. að goðaefni þarf ekki að safna þingmönnum fyrr en eftir reynslutímann, eða á allsherjarþingi fyrir vígslu.
 
4.
Vor siður og blótlistar voru ræddir, en goðar þurfa að skila lista fyrir blót sín fyrir febrúar 2017. Listinn þarf að vera eins konar viðburðadagatal goðanna apríl 2017- apríl 2018. Jóhanna mun minna á þetta eftir áramótin.
 
5.
orðið Siðmálaathöfn
Jóhanna og Hilmar eru orðin langþreytt á orðinu Siðmálaathöfn sem er óþjált og erfitt í notkun.  Nokkrar hugmyndir voru viðraðar: siðhelgun, siðvígsla og ungdómsvígsla.  Ekkert þessara orða fékk sérstaklega góðar viðtökur og heldur ekki heiðin ferming sem Haukur bar fram á fundinum. Við óformlegar atkvæðagreiðslur var t.d. heiðin ferming felld og hin voru mjög umdeild.  Allir voru sammála að þyrfti að vinda bráðan bug að umræðu ,- fyrst á Allsherjarþingi, síðan á opnum lögréttufundi daginn eftir og síðan í nýrri stjórn félagsins sem síðan beindi því aftur til goðanna. Einnig fannst goðum koma til greina  að vísa því til málfræðinga og taka að nafnið til umræðu á Facebook síðunni.
 
6.
Þingblót á Þingvöllum. Samþykkt samhljóða að hætt verði að lesa upp lög félagsins á blótinu heldur aðeins setja Þing og fresta strax til hausts. Einnig var samþykkt að færa blótið niður á Vellina eða að Valhallarreitnum í samráði við þjóðgarðsvörð.
 
7.
Blótsiðir voru ræddir fram og aftur.
 
Ákveðið að bæta við Veturnáttablót þeim sið að kveikja á kertum fyrir forfeður og formæður, hver gestur geti fengið kerti til að kveikja á.
Einnig þarf að breyta Þingblótinu þar sem engin skrúðganga verður framvegis og ekki lagalestur. Þetta verður skoðað í vor.
 
8.
Jóhanna hristi rykið af gömlu máli sem er námskeið í kveðskap fyrir goða. Ákeðið að reyna að fá Steindór Andersen til að stjórna kvæðanámskeiði fyrir goðana á næsta ári.
 
Annað ekki gert og fundi slitið kl 15:45