Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 3. nóvember 2013

Mættir: Hilmar,  Eyvindur, Andrea, Baldur, Jónína, Alda Vala, Sigurður Mar og Jóhanna

Hilmar byrjaði á að bjóða alla velkomna, sérstaklega goðaefnin okkar nýju; Öldu Völu og Sigurð Mar.
 
1) Taxtamál
Jóhanna las upp bréf frá Hauki sem boðað hafði forföll en hafði verið beðinn um álit á taxtamálum.  Síðan fóru fram nokkar umræður um efni þess, aðallega um hjónavígslur erlendra ríkisborgara og fólks með lögheimili erlendis. Þá var einnig rætt um það hversu ríkt það væri í goðunum að verja sífellt félagið fyrir útgjöldum, en það ætti alls ekki að vera hlutverk goðanna. Samþykkt að gera ekki tillögu til lögréttu að félagsmenn greiði kostnað við athafnir. Allir sammála um að athafnir og gjörðir goðanna séu andlit félagsins útávið og á því eigi ekki að gefa neinn afslátt á vinnu goða.
Þvínæst var farið í gegnum taxtamálin skipulega
A) Hjónavígsla erlendra ríkisborgara. Samþykkt samhljóða að grunntaxti fyrir þannig athöfn séu 50.000 krónur. Miðað er við að hvorugt hjónaefna sé í félaginu og annað eða bæði erlendir ríkisborgarar og/eða með lögheimili erlendis.
B) Siðfesta verði áfram 25.000
C) Nafngjöf verði 20.000
D) Hjónavígsla 30.000
Allir voru þessir liðir samþykktir samhljóða.

2) Undirbúningur goðaefna
Rætt var um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir því að koma sér upp útbúnaði goða, s.s. klæðnaði, horni, stallahring og þess háttar. Allir tóku þátt í þeim umræðum. Tillaga frá Andreu að fara þess á leit að goðar geti sótt um fatastyrk (kom í ljós á lögréttufundi að hann er þegar veittur). Hilmar upplýsti sem dæmi hvernig fatnaður Hauks væri til kominn og horn nýju goðanna og stallahringur sem þeir fengu í hendur við vígsluathöfnina. Farið verður í að útvega þetta þeim sem þurfa.

3) Þjálfun goða
Jóhanna upplýsti að þau Hilmar hefðu hafið störf við að setja fastan grunn að þjálfun goðaefna sem fylgt verði eftir til að tryggja að goðar fái góða yfirsýn yfir flest (og helst auðvitað ALLT) sem felst í hlutverki þeirra. Það sem komið er byggt á þeirri litlu, en þó dýrmætu reynslu sem hafi skapast á síðustu árum. Nokkurt efni er til á tölvutæku formi sem dreifa má við fræðsluna er þegar til og einnig sé nú að myndast beinagrind að hvernig þurfi að ganga til verks og hvaða atriði séu nauðsynleg (Hilmar hvarf af fundi tímabundið).
Jóhanna beindi þeirri beiðni til allra goða að þeir legðu sitt af mörkum  til að fullkomna verkið með því að punkta hjá sér allt sem gæti orðið til að styrkja listann. Reyndir goðar t.d. með því að segja frá því sem þeim komið mest á óvart, hvað hafi verið erfiðast að byrja á og hvað þeim þykir líklegt að nýliðar eigi erfiðast með að tileinka sér. Nýir goðar (goðaefni) með því að setja fram óskir um hvað þeir vilji helst fá tilsögn í fyrst og síðan eftir hendinni jafnóðum og reynslan býður.
Baldur benti á listann sem Jóhanna setti saman og sagði hann eiga stórt erindi til allra goða og að hann þyrfti að halda áfram að útfæra enn frekar. Umræður sköpuðust um þetta atriði og voru allir goðar sammála um að hann ætti að verða grunnur að handbók goða seinna meir.

Eftir það snérust umræður almennt um störf goða og mikilvægi einstakra þátta þeirra, en einnig um væntanleg blót og var það hin ágætasta næring fyrir anda viðstaddra.

Farið var að styttast í lögréttufund og var fundi slitið rétt um kl 12:30 til að næra líkamann.
 
Ritun Jóhanna