Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 4. október 2020


Fundur settur kl. 17:00
Mætt: Hilmar, Jóhanna, Sigurður, Baldur, Haukur, Jónína, Alda, Ragnar, Árni og Elfar
 
1. Fyrirkomulag blóta og athafna
Goðar ræddu fyrirkomulag blóta og athafna í heimsfaraldrinum, skiptust á reynslusögum úr sínum athöfnum sem farið hafa fram á þessum tíma og ráðleggingum um hvernig best megi fylgja sóttvarnarlögum við slík tilefni. Ljóst er að staðan er hvarvetna góð og allt gert til þess að minnka smitleiðir í starfinu. Einnig var tekið fyrir erindi frá lögréttu hvað varðar vökva í horn. Goðar ákváðu að hér eftir yrði áfengi (þar með talið malt og pilsner) ekki notað í drykkjarhorn í blótum á vegum félagsins. Öðru máli gegnir um t.a.m. hjónavígslur þar sem vígsluþegar velja sjálfir hvað þeir bjóða sínum gestum.
 
2. Goðakort
Farið yfir til hvers og hvernig goðakort skyldu notuð og staðan tekin á því hvernig goðar félagsins nota kort sem þeir hafa undir höndum. Engar breytingar gerðar í þessum efnum aðrar en þær að innkaup fyrir opin hús og slíka viðburði færast frá goðum (Öldu og Hilmari) til skrifstofustarfsmanns.
 
3. Skráning athafna
Kynnt var verklag sem auðveldar allt í senn skráningu athafna, rukkun til vígsluþega og greiðslu til goða. Goðar samþykkja að nota þetta verklag frá og með október.
 
4. Goðar í lögréttu
Jóhanna segir af sér sem goði í lögréttu. Goðar kusu Hauk í hennar stað og situr hann því fyrir hönd goða ásamt allsherjargoða í lögréttu.
 
5. Starf félagsins úti á landi
Rætt var um vísi að skipulagi á starfi félagsins úti á landi, t.a.m. tengiliði í byggðarkjörnum og fundi á hverju svæði fyrir sig. Hefur Baldur sett saman minnisblað sem hann hyggst senda á goða og verður efni þess rætt á næsta goðafundi. Einnig hvatt til þess að goðafundir verði haldnir með fjarfyrirkomulagi í hverjum mánuði og það samþykkt.
 
Fundi slitið 18:15
Fundargerð ritaði Haukur Bragason