Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 5. ágúst 2008

Mætt eru: Árni, Jóhanna og Jónína


1. Menningarnótt

Rætt vegna tölvupósts sem barst í dag frá Landssambandi æskulýðsfélaga um svokallað lifandi bókasafn á Menningarnótt þann 23. ágúst kl 13:00 til 17:00. Álíta goðar að þetta gæti orðið góð kynning á ásatrú og félaginu, fyrirvarinn sé því miður stuttur og enginn viðstaddra goða sé á lausu þennan dag svo athuga þurfi hvort einhver stjórnarmanna eða félagsmanna geti tekið þetta að sér.


2. Bréf frá Garðari vefstjóra

Í bréfinu kemur fram að vegna stækkunar heimasíðusvæðis Ásatrúarfélagsins vegna spjallrásarinnar geta þeir goðar sem vilja, fengið netfang sem enda á @asatru.is og væru þau inni á heimasíðu félagsins, svo félagsmenn og aðrir gætu þannig haft beint samband við goða, vegna athafna aða annars. Goðar telja þetta auðvelda fólki að afla upplýsinga og tengsla og munu vilja hafa samband við vefstjóra og fá slíkt netfang.


3. Skjöl sem staðfesta athafnir

Jóhanna leggur til að útbúin verði skjöl er staðfesta athafnir, svo sem giftingu, nafngjöf og slíkt. Plaggið þyrfti að vera úr vönduðum pappír og fallega hannað. Best væri að leitað yrði tilboða í verkið og helst að þetta yrði tilbúið fyrir áramót. Jónína telur slík skjöl af því góða því oft hefur fólk sem fær athöfn á vegum félagsins spurt hvort það fái ekkert í hendurnar sjálft við slík tækifæri.


4. Siðfræðsla

Vegna siðfræðslu var rætt að á næstunni yrði fræðslan sér fyrir ungmenni og sér fyrir fullorðna og þannig myndi þau mál líklega þróast. Ákveðið var að í haust yrði tekinn dagur í að vinna í gagnagrunninum fyrir siðfræðsluna og annað fræðsluefni. Verkaskifping yrði ákveðin fyrirfram og skráð yrði í tölvu á staðnum. Árni mælir með að auk almenns kynningarbæklings verði unnir sér bæklingar um athafnir og nú sé upplagt að vinna að þessu meðan hofið er í undirbúningi því þar muni verða gestkvæmt og mikið af ferðafólki og kynningarefnið þurfi að vera tilbúið þegar hofið er tilbúið.


5. Kennsluefni um ásatrú á grunnskólastigi.

Jónína segir frá umræðum eftir blótið fyrir vestan 15. júlí um vöntun á kennsluefni um ásatrú á grunnskólastigi. Greindi einnig frá að Óttar hefur verið að kanna þessi mál í tengslum við Samráðsvettvang trúfélaga. Í nýrri Aðalnámsskrá grunnskóla sem byrjað var að innleiða skólaárið 2007-8 er innan Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði eru engin markmið um kennslu í Ásatrú nema í 9. bekk þar sem eitt af þrepamarkmiðunum hljóma svona: „Að nemendur öðlist nokkra þekkingu á ásatrú, baháítrú, síkatrú, taoisma, Konfúsíusarhyggju og ættbálkatrú.“ Að vísu sé komið inná ásatrú í samfélagsfræði og bókmenntum og íslensku, auk þess sem innan námsefnis í Lífsleikni séu áherslur varðandi umburðarlyndi t.d. vegna trúarbragða. Ákveðið að skoða kennsluefnið um önnur trúarbrögð og Jóhanna mun hafa samband v. mann sem vinnur hjá Námsganastofnun varðandi hvaða boðleiðir eru bestar í málinu. Fundurinn beinir því til Lögréttu að forgangsraða þurfi í fyrirhuguðum útgáfumálum félagsins, brýnasta þörfin sé fyrir kennsluefni f. grunnskóla og kynningarefni um ásatrú.


6. Erindi frá BBC.

Goðar eru meðmæltir að þáttagerðarfólk frá BBC fái að vera við blót í vetur en þá helst vetrarsólstöðublótið og athugað hvort Óttar sé búinn að senda þeim svar.

Fundarritari: Jónína