Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 5. desember 2007

Útdráttur úr fundargerð
Mætt eru: Árni, Tómas, Jónína og Hilmar.


1. Fyrirkomulag greiðslna til goða vegna athafna, sem vísað var til goðafundar frá síðasta lögréttufundi.

Rætt um greiðslur vegna athafna, og ákveðið að valfrjálst verði hvort goðar feli félaginu að innheimta gjöld vegna athafna. Hugmynd Tómasar rædd um að skrá landshlutagoðorðin með kennitölu og skrá kostnað sem fylgir ábyrgð goða og starfsemi í goðorðum. Goðorð með virka starfsemi ættu þá að fá vissa upphæð vegna starfseminnar og ekki þyrfti að sækja um vegna hvers viðburðar. Umræður um að athafnir á vegum Ásatrúarfélagsins séu í raun ein besta kynningin á heiðnum sið. Fundurinn leggur til að goðar fái greitt fyrir vinnu við siðfræðslu ungmenna. Jónína leggur til að skráðir félagar í Ásatrúarfélaginu geti sér að kostnaðarlausu fengið trúarlega þjónustu, þ.e. hjónavígslur og aðrar athafnir, líkt og tíðkast hjá trúfélögum í sömu stöðu og Ásatrúarfélagið er, en fólk utan trúfélaga og í öðrum trúfélögum greiði fyrir þjónustuna, og er það samþykkt.


2. Jólablót og Þorrablót.

Rætt og skipulagt nánar fyrir jólablótið í Öskjuhlíðinni og í Mörkinni. Hugað að skipulagi þorrablótsins því aðeins mánuður er milli jólablóts og þorrablóts, Hilmar býst við að ásamt Steindóri og fleiri músíköntum verði þeir með tónlistaratriði á þorrablótinu.


Önnur mál:

A. Tómas V. Albertsson, seiðgoði, mun halda Álfablót á Víðistaðatúni 15. desember.

B. Rætt um hæfilegan tíma fræðslunnar fyrir ungmennavígslurnar og mælir Hilmar með að goðar samræmi betur og vinni sameiginlegan gagnagrunn vegna siðfræðslu ungmenna.

C. Árni vakti máls á að huga þyrfti að gerð nýs kynningarbæklings Ásatrúarfélagsins, því ýmislegt í síðasta bæklingi væri ekki í gildi lengur, bauðst hann til að kanna mál varðandi bæklingagerð hjá grafískum hönnuði.

D. Jónína vakti máls á verklagi vegna fjölmenningardagatals þar sem framkvæmd var ekki í samræmi við samþykkt lögréttu, að hennar mati. Rætt um mismunandi sjónarmið varðandi helga daga heiðins siðar.

E. Hilmar og Árni skipta með sér verkum vegna fyrirspurnar frá Austurbæjarskóla.

F. Jónína greinir frá að blaðamaðurinn frá tímariti Austurþýska sjónvarpsins komi til landsins í næstu viku og hafi allar upplýsingar um starfsemi félagsins í desember en verði farinn af landinu fyrir Álfablótið og Jólablótið.

Fundarritari: Jónína K. Berg