Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 6. júlí 2010

Mættir: Jóhanna, Jónína, Hilmar, Árni og Eyvindur.

Hilmar sagði frá styrk sem veittur verður Siðmennt, Vantrú og Ásatrúarfélaginu til að halda fundi með kennurum og skólastjórnendum um fræðslu / innrætingu trúarbragða í skólum á næsta skólaári.
Nokkrir fundir hafa verið haldnir og á þá hafa mætti Hilmar og Óttar af okkar hálfu. Næsti fundur fyrirhugaður 7. júli og mun Jóhanna mæta fyrir hönd félagsins á þann fund.

Rætt um að samræma gjald goða vegna aksturs. Þetta verður rætt við Lögréttu á næsta fundi hennar.

Árni tilkynnti að hann myndi halda blót á Akureyri þann 24. nk. Eyvindur heldur blót fyrir vestan 15.júlí. Eyvindur minntist á Laufeyju Eyþórsdóttur sem honum fannst ástæða til að gefa meðmæli sín við störf í þágu Ásatrúarfélagins á Vestfjörðum. Almennt spjall og allir sáttir. Fundi slitið kl 17:20.

Jóhanna