Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 7. mars 2008

Útdráttur úr fundargerð: Mætt eru: Árni, Jóhanna, Baldur og Jónína.


1. Samantekt varðandi mál er fjallað hefur verið um á goðafundum og beina þarf til Lögréttu:

A. Eldker. Að fyrir sumardaginn fyrsta verði einhverjum falið að versla meðfærilegt eldker fyrir félagið. Áður hefur Lögrétta samþykkt kaup slíks kers.

B. Gjöld fyrir athafnir fyrir félagsmenn. Frá goðafundi 5. desember 2007: Að skráðir félagar í Ásatrúarfélaginu geti sér að kostnaðarlausu fengið trúarlega þjónustu, þ.e. hjónavígslur og aðrar athafnir, líkt og tíðkast hjá trúfélögum sem eru í sömu stöðu og Ásatrúarfélagið er, en fólk utan trúfélaga og í öðrum trúfélögum greiði fyrir slíka þjónustu. Þannig hafi skráður félagsmaður þó einhvern hag af því að vera í félaginu meðan greiða þarf aðgangsgjald að höfuðblótum félagsins, sem ekki allir félagsmenn hafa ráð á.

C. Fjármögnun á starfi í goðorðum og við búnað, blót og fleira sem goðar hafa gegnum tíðina tekið á sig persónulega að fjármagna. Frá goðafundi 5. desember 2007 : Goðorð með virka starfsemi ættu að fá vissa fjárupphæð á ári, af sóknargjöldum félagsins vegna starfseminnar og þyrfti þá ekki að sækja um fjármagn vegna hvers viðburðar. Landshlutagoðorðin verði skráð með kennitölu og þar með yrði skráður sá kostnaður er fylgir ábyrgð og skyldum goða og starfsemi í goðorðum. Ef goðorð er þannig skráð og með kennitölu er auðveldara að sækja um styrki til málefna til menningarnefnda eða annarra aðila í viðkomandi landshluta.


2. Önnur mál:

a. Rætt um að setja inn á heimasíðu Ásatrúarfélagsins hvenær blót félagsins og goða eru haldin og aðrar uppákomur. Nína tekur að sér að taka saman upplýsingar varðandi það og senda til vefstjóra.

b. Umræða um þýska þýðingu á meginefni heimasíðu félagsins og mikilvægi þess að hafa einnig á síðunni texta á ensku, einu norðurlandamáli og jafnvel spænsku.

Fundarritari: Jónína K. Berg