Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 8. júní 2009

Mætt: Hilmar, Jónína og Jóhanna.

Byrjað var á að ræða viðveru goða á opnu húsi í Síðumúla. Jónína heldur sig við annan laugardag í mánuði, verður 13. júni og 11. júlí ef ekki rekst á við athafnir. Jóhanna lofaði að taka 27. júni og 4. júlí. Hilmar tekur 20. júní og Árni 18. júlí. Ekki var ákveðið hver tæki síðasta laugardaginn í júlí en það veltur á athöfum goða þennan dag.

Jónína sagði frá skemmtilegri nýbreytni sem hún á í vændum í hlutverki goðans þar sem hún var beðin um að koma í hús þar sem álfar eða huldufólk hefur verið heimaríkt og lítill friður fyrir húseigendur.

Þá var rætt um Þingblót og tilhögun þess. Fram kom að brúðkaup og siðfesta verða á blótinu og rætt var um aðkomu fatlaðra vegna gests/gesta brúðhjónanna. Brúðhjónunum hefur verið bent á að ræða við þjóðgarðsvörð auk þess sem þau hafa samband við eigendur Hótels Valhallar vegna samgangna þar á milli. Blótið verður með hefðbundnum hætti en Jónína mæltist til að reynt yrði að fá blótgesti nær goðunum og að hópurinn yrði þéttari. Þetta hefur verið rætt áður og mönnum bent að koma nær en að hluta er vandamálið landfræðilegt á þeim stað sem það er haldið nú. Lögð verður áhersla á að fá fólk nær núna. Tilhögun blótsins verður sú sama og venjulega: Helgun allsherjargoða. Aðrir goðar kveða sér hljóðs. Lögsögumaður tekur við – les lög og frestar allsherjarþingi. Þá taka við athafnir – fyrst siðfesta þá brúðkaup sem að hluta fer fram á ensku vegna skyldmenna brúðarinnar. Að því loknu drukkin heill (goðar). Búist er við fimm goðar verði við blótið og búist er við að kvikmyndatökumenn frá BBC verði á staðnum.

JH