Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 8. nóvember 2010

Mættir: Árni, Haukur, Hilmar og Jóhanna.

Haukur var sérstaklega boðinn velkominn í hópinn af öllum viðstöddum.


Vættablót

Stefnt er að Vættablóti sem nú er búið að marka sér góðan sess meðal félaganna 1.des. Blótið verður haldið á sama tíma í öllum landshlutum eða kl. 18:00. Árni hyggst fljúga norður eftir vinnu þann dag en það gekk vel í fyrra. Baldur mun blóta á Egilsstöðum, Hilmar á Þingvöllum og Jóhanna á Suðurnesjum. Ekki hefur heyrst frá Jónínu en Hilmar mun verða í sambandi við hana til að staðfesta um blót á Vesturlandi.
 

Siðfesta og fræðsla

Fræðsla mun hefjast laugardaginn 27. nóv og verður það auglýst vel að þessu sinni. Hilmar mun reyna að fá til kaups góðan slatta af Norrænni goðafræði Ólafs Briem til að selja á innkaupsverði og rætt var að heimsspekingur yrði fenginn til að hitta hópinn síðar, t.d. Jón Thoroddsen eða Gunnar Dal. Stílað verði inn á að hópurin hittist aftur á vetrarsólstöðublóti í Öskjuhlið.

Fleira ekki rætt en næsti goðafundur ákveðinn mánudaginn 13.des kl 18.

JH