Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 9. janúar 2008

Útdráttur úr fundargerð
Mætt eru: Árni, Jóhanna og Jónína.


1. Væntanlegt þorrablót

Umræður um skemmtiatriði á blótum og kostnað vegna þeirra. Betur þyrfti að vera á valdi blótnefndar að útvega atriði en nefndinni hefur reynst erfitt að starfa undir neitunarvaldi stjórnar eða lögréttu og mikil vinna hefur því oft verið unnin fyrir gíg. Unnið að tillögu til úrbóta við undirbúning blóta og vegna blótnefndar.


2. Gagnagrunnar 

Rætt um og skipulagt að sameina fræðsluefni vegna kynninga á heiðnum sið í skólum og víðar auk fræðsluefnis vegna siðfræðslu.


Önnur mál 

Umræður um vægi ýmissa þátta blótshalds Ásatrúarfélagsins, svo sem trúarþáttarins annars vegar og veislu- og skemmtanagildisins hins vegar, og að styrkja þurfi trúarþáttinn.

Fundarritari: Jónína K. Berg