Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 9. september 2017

Goðafundur helgina 9.-10. september
Fundur settur 10:10
Mætt: Hilmar, Jóhanna, Baldur, Sigurður, Jónína, Árni, Alda Vala og Haukur
Kl. 13:00 bættist Ragnar við.
Fundargerð ritar Haukur Bragason.
 
Hofsmál. Hilmar sagði frá stöðu bygginga- og lánamála.
Starfsmannamál. Jóhanna sagði frá breytingum í starfsmannamálum og umsóknarferli sem nú er í gangi.
Starf félagsins. Rætt um starfið undanfarna mánuði, aukna starfsemi félagsins yfir sumartímann, nýafstaðinn opinn lögréttufund og hvernig helgisvæði fyrir utan hofið gæti nýst.
Blót í héraði. Hver og einn sagði frá blótum í sinni heimabyggð, starfsemi og samskiptum við félagsmenn á sínu starfssvæði. Blót eru haldin víða um land, sum árleg og eiga sér langa hefð, og önnur óreglulegri við sérstök tilefni.Hlé var gert á fundardagskrá kl. 12:45 vegna opnunar ljósmyndasýningar Sigurðar Mar sem fram fór í sal félagsins kl. 13:00. Eftir opnunina fóru goðar að hofbyggingunni í skoðunarferð og hittu því næst Steindór Andersen sem hélt örnámskeið í kveðskap.
 
Fundi áfram haldið 10. september kl. 10:10
Mætt: Hilmar, Jóhanna, Baldur, Sigurður, Jónína, Árni, Alda Vala, Ragnar og Haukur
 
Gjaldskrármál. Rætt var um nýlega ákvörðun lögréttu þess efnis að félagsmenn skuli greiða 15.000 krónur fyrir hjónavígslu- og siðfestuathafnir, en nafngjafir verði félagsmönnum áfram að kostnaðarlausu. Fram að þessu hafa félagsmenn ekki þurft að greiða neitt fyrir athafnir. Vonast fundarmenn til þess að þessi ráðstöfun verði tímabundin.
Sálgæslumál. Hilmar ræddi um viðbrögð goða við áföllum félagsmanna og hvernig þeir geta tekið á slíkum málum þegar til þeirra er leitað. Þessi mál eru reglulega rædd í hópnum og eru góð upprifjun og símenntun. Skipst var á meðmælum um bækur sem gott væri fyrir alla goða að lesa. Ákveðið var að Hilmar og Jóhanna tækju saman lista yfir úrræði sem hægt er að benda fólki á.
Önnur mál.A) Athafnir í hofi. Hvatt til að lögrétta komi sér upp skráningarskjali fyrir athafnir í hofi og taki ákvarðanir fyrr en seinna um aðstöðugjald. Nokkuð hefur borið á því að hjónaefni hafi spurst fyrir um þessi mál og jafnvel viljað bóka athöfn í hofinu.
B) Lífslokaskrá og líffæragjafakort. Umræða fór fram og fundarmenn sammála um að gott væri að kynna félagsmönnum þetta betur.
 
Fundargerð lesin upp til samþykktar og hún samþykkt einróma. Fundi slitið kl. 12:45.