Skip to main content

Hljómsveitin Krauka í heimsókn í hofinu okkar sunnudaginn 28. apríl n.k.

Eftir apríl 23, 2024Fréttir

Góðkunningjarnir í hljómsveitinni Krauka koma í heimsókn í hofið okkar sunnudaginn 28. apríl. Hljómsveitin Krauka er flestum kunn enda hafa þeir mætt og spilað fyrir blótum og í gamla húsnæðinu okkar í Síðumúla.

Núna á sunnudaginn kl 15:00 ætla þeir að koma í hofið í Öskjuhlíð þar sem þeir munu segja Kraukusögur og spila fyrir okkur. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi.