Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Hofsós – svo hof megi rísa

Þeir sem hafa áhuga og getu til að styrkja sjóðin geta gert það með því að leggja inn á reikninginn.
Kennitala Ásatrúarfélagsins er 680374-0159 
Reikningsnúmer sjóðsins er: 0301-13-304692

1. gr.
Heiti sjóðsins er Hofsós. Hann er eign Ásatrúarfélagsins. 
2. gr.
Tilgangur sjóðsins er varsla og ávöxtun frjálsra framlaga félagsmanna og velunnara til byggingar hofs í Öskjuhlíð.
3. gr.
Tekjur sjóðsins koma frá styrktarmannakerfi, sbr. 3.gr., en hann tekur einnig við öðrum framlögum til hofbyggingar sem bjóðast kunna.
4. gr. 
Styrktarmenn sjóðsins veita heimild til að láta skuldfæra á greiðslukort sitt mánaðarlega fasta upphæð að eigin vali. Styrktarmenn geta sagt upp skuldfærslunni hvenær sem er, frá og með næsta kortatímabili. Sjóðurinn getur einnig tekið við fé frá annars konar greiðslumiðlum, svo sem PayPal. 
5. gr.
Allir sem vilja, jafnt einstaklingar sem lögaðilar, geta orðið styrktarmenn óháð félagsaðild, ríkisfangi og búsetu. Þó getur stjórn sjóðins afþakkað framlög frá aðilum sem hún telur að séu heiðnum sið ekki til sóma.
6. gr.
Engum félagsmanni er skylt að gerast styrktarmaður og ekki má beita neinn þrýstingi til þess umfram almenna kynningu á möguleikanum. Af sömu ástæðu skal ríkja trúnaður um hverjir eru styrktarmenn og hve háar styrkupphæðir þeirra eru.
Engin fríðindi eða forgangur má skapast í félagsstarfinu vegna stuðnings við Hofsós. Þó má senda öllum sem lagt hafa sjóðnum lið sérstakt boðskort á vígslu hofsins þar sem þeim er þakkaður stuðningurinn.
7. gr.
Sjóðinn má aðeins nýta til að greiða kostnað vegna hönnunar og byggingar hofs. Ekki má nota sjóðinn til að fjármagna eða lána til daglegs reksturs Ásatrúarfélagsins eða til að standa straum af öðrum útgjöldum nema til komi samþykki allsherjarþings.
8. gr.
Lögrétta er stjórn sjóðsins og annast ráðstöfun hans. Sjóðnum skal tryggja sem besta ávöxtun miðað við lágmarks áhættu. Árlega skal allsherjarþingi gerð grein fyrir tekjum sjóðsins og útgjöldum á starfsárinu.  
9. gr.
Sjóðnum er aðeins hægt að slíta með samþykkt allsherjarþings og renna þá eignir hans inn á almennan bankareikning Ásatrúarfélagsins.

-------------------
Samþykkt á lögréttufundi 17. september 2013.