Hve hár var hinn hávi?

Eftir janúar 30, 2017Fréttir

Næsta laugardag, 4. febrúar kl. 14:30, mun Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands flytja fyrirlesturinn Hve hár var hinn hávi? Staða Óðins í íslensku samfélagi fyrir kristnitöku. Fyrirlesturinn byggir á hugmyndum Gabriels Turville-Petre og annara, og styrkir þær kenningar, að þrátt fyrir það hlutverk sem Snorri fær Óðni í verkum á borð við Snorra-Eddu og Ynglingasögu, þá hafi guðinn Óðinn verið tiltölulega óþekktur á Íslandi fyrir kristnitöku (utan skáldastéttar). Þessar hugmyndir byggja á þeirri staðreynd að guðinn er harla nefndur, hvorki í Landnámubók né Íslendingasögunum, sem leggja þó áherslu á guði eins og Þór og Freyr. Fjarvera hans endurspeglast líka í örnefnum og eiginnöfnum og svo virðist sem það sama sé uppi á teningnum í Noregi. Höfundur leggur til að þessi fjarvera krefjist endurskoðunar fjölmargra atriði með tilliti til fornnorrænna trúarbragðafræða. Til að byrja með, hugmyndin um sameiginlega goðafræði, trúariðkun og stöðu goðanna sem sameiginlega á Norðurlöndum á járnöld og miðöldum. Í öðru lagi, hugmyndin um að flestir hafi séð Óðinn sem hinn ráðandi guð. Enn fremur bendir höfundur á, líkt og aðrir hafa gert, að þessi atriði bendi til þess að fara þurfi varlega í að treysta Snorra-Eddu þar sem allt bendir til þess að Snorri hafi annað hvort litið hjá pg breytt þeim upplýsingum sem fyrir lágu um Óðinn, eða þá málað mynd af honum sem hentaði ákveðnum lesskilning. Að lokum stingur höfundum upp á að þessar vísbendingar gagnist okkur við að skilja varðveislu Eddukvæða og uppruna þeirra, þar sem mörg hver birta mynd sem ekki samræmist þeim myndum sem birtast í sögunum. Það gæti bent til uppruna þeirra utan Íslands og að skáldin hérlendis hafi varðveitt þau sem hluta af sinni menningarlegu þjálfun. (Kynning þýdd úr ensku með fyrirvara um villur – fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku).