Landvættablót verða helguð í öllum landsfjórðungum 1. desember næstkomandi og hefjast þau á sama tíma eða klukkan 18:00.
—-
Dalverjagoði helgar blót í Víkurfjöru en hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn:
—-
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Þingskálagoði helgar blót við Óslandstjörn á Höfn í Hornafirði. Það verður boðið upp á heitt kakó og smákökur eftir blót.
—-
Landvættablót Griðungsins verður haldið í Bolungarvík við Völuspáskiltið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði og smákökur að blóti loknu. Elfar Logi Haukadalsgoði helgar blótið.
—-
Landvættablót verður á Hamarkotstúni á Akureyri. Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði helgar blótið.
—-
Landvættablótið verður á sínum stað á Þingvöllum, nánar tiltekið í Almannagjá. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur eftir blót.
—-
Blótin okkar eru opin öllum.

