Skip to main content

Laugardagurinn 9. desember – Opið hús og fyrirlestur

Eftir desember 5, 2023Fréttir
Laugardaginn 9. desember mun Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands flytja fyrirlesturinn “Grýla: upphaf og alþjóðlegt samhengi”.
Fyrirlesturinn mun skoða bakgrunn Grýlu í forn-íslenskum bókmenntum og þjóðsiðum annarra landa. Meðal annars verður rætt um elstu lýsingar á henni í Sturlungu, tengsl hennar við Sverris sögu, og hvernig hún tengist fornum dulbúningasiðum (en. guising/mumming traditions).
Einnig verður rætt um ættingja hennar Grýlu á Norðurlöndum og í germönskumælandi löndum fyrr og nú, og sérstaklega um Grýlu- og grölek-siði og vísur á Hjaltlandi og á Færeyjum, sem og hvernig hún birtist í bókmenntum William Heinesen.
(Ljósm. Art Bicnick).
Að loknum fyrirlestri verður slegið í dans þar sem forsprakkar Sagnavökuhóps Þjóðdansafélags Reykjavíkur leiða dans við Grýlukvæði.
Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan pláss leyfir og öllum er einnig frjálst að taka sporið með í dansinum eftir fyrirlesturinn