Sumarsólstöðum verður fagnað víða á landinu í þessari viku. Hér er listi yfir þau blót sem helguð verða í nafni félagsins:
– Sumarsólstöðublót á Hamarkotstúni á Akureyri 21. júní kl 18:00. Ragnar Ólafsson helgar blótið.
————————————————————————–
– Sumarsólstöðublót í Ásheimi í Skagafirði 21. júní kl 18:00. Grillið verður heitt en það sem er sett á grillið verður fólk að taka með sér sjálft. Árni Sverrisson Hegranesgoði mun helga blótið.
————————————————————————–
– Sumarsólstöðublót í Grundarfirði 21. júní kl 18:00. (hlekkur á atburð): https://www.facebook.com/events/595285155762690?ref=newsfeed
Fagnað verður lengstum sólargangi og lyft horni til heilla goðum og góðum vættum. Eftir athöfn verða grillaðar pylsur með drykkum og kaffi í meðlæti: einnig hægt að koma með sinn kost eða skella einhverju á grillið. Félagar og gestir, ávallt velkomin öll.
Jónína Vestlendingagoði helgar blótið.
————————————————————————–
Þingblót á Þingvöllum 22. júní kl 18:00 (hlekkur á atburð): https://www.facebook.com/events/6199807190074974?ref=newsfeed
Á Þórsdegi í 10. viku sumars, þ.e. 22. júní næstkomandi verður að venju blótað á Þingvöllum með glæsibrag.
Blótið verður mikið hátíðarblót með innsetningu nýs goða í embætti.
Safnast verður saman kl 18:00 og gengið að Lögbergi í Almannagjá. Athöfnin hefst þar kl 18:30.
Í kjölfar blóts verður boðið upp á grillveislu og með því.
Þið eruð að sjálfsögðu öll velkomin að mæta og taka þátt í fögnuðinum!
