Skip to main content

Listi yfir sumarsólstöðublót í júní 2024.

Eftir júní 14, 2024Fréttir
————————————————————————–
19. júní – Sumarsólstöðublót í Grundarfirði miðvikudaginn 19. júní, fyrir utan Sögumiðstöðina. Blótið hefst kl 20:00. Fögnum sól og sumarbirtu.
Lyftum horni til heilla goðum og góðum vættum, til heilla sólinni og til góðs árferðis og friðar.
Öllum er velkomið að mæta, hvort sem fólk er í félaginu eða ekki.
Boðið verður uppá kaffi, drykki og meðlæti í Sögumiðstöðinni að blóti loknu og í leiðinni höldum við opinn fund um það sem efst er á baugi hjá Ásatrúarfélaginu og svo hvernig við viljum sjá félagsstarfið og viðburði þróast hér á Vesturlandinu.
Jónína helgar blótið.
————————————————————————–
20. júní – Sumarsólstöðublót verður haldið í Ásheimum, klukkan 19:00. Pulsur og gos í boði, allir velkomnir og góða skapið í öndvegi.
Árni helgar blótið.
—–
20. júní – Sumarsólstöðublót í Haukadal Dýrafirði klukkan 20:01. Fátt er betra en að koma saman enda ávallt tilefni til og sjaldan meir en á hinum mikla og lengsta sólardegi. Boðið verður uppá kaffi, safa og kleinur að blóti loknu í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal.
Haukadalsgoðinn, Elfar Logi helgar blótið.
—–
20. júní – Sumarsólstöðublót verður kl 18:00 við sólúrið í Kjarnaskógi á Akureyri.
Inga María Ellertsdóttir helgar blótið.
————————————————————————–
23. júní – Sumarsólstöðublótið í Austurlandsgoðorði hefst kl. 14:00. Það er haldið að Múla í Álftafirði hjá Þebu Björt og Guðmundi Einari Skagalín sem taka höfðinglega á móti gestum með kaffi og allskonar meðlæti. Þar eru málefni félagsins rædd og önnur mikilvæg heimsmál. Allir velkomnir.
Baldur helgar blótið.
————————————————————————–
27. júní – Þingblót á Þingvöllum.
Þingblót á Þingvöllum 27. júní kl 18:00. Hlekkur á viðburð: https://asatru.is/thingblot-a-thingvollum-27-juni-kl-1800/
Á Þórsdegi í 10. viku sumars þann 27. júní næstkomandi verður að venju blótað á Þingvöllum með glæsibrag.
Blótið verður mikið hátíðarblót með innsetningu tveggja nýrra goða í embætti.
Safnast verður saman kl 18:00 og gengið að Lögbergi í Almannagjá. Athöfnin hefst þar stundvíslega kl 18:30.
Í kjölfar blóts verður boðið upp á grillveislu og með því.
Þið eruð að sjálfsögðu öll velkomin að mæta og taka þátt í fögnuðinum!
Allsherjargoði Hilmar Örn helgar blótið.