Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 1. júní 2010

Fundur settur 18:10.
Mættir voru: Óttar, Halldór, Egill, Lára, Haukur, Jónína, Jóhanna og Hilmar.


1. Þingvallablót

Blótið verður haldið 24. júní. Samþykkt var að versla ekki við veitingafyrirtæki í þetta skiptið heldur útvega grill og bjóða fólki upp á gos, pylsur og meðlæti með grillmat sem það getur tekið með sér. Lækkar þetta kostnað fyrir félagið sem og blótkostnað gesta. Verkum var skipt meðal lögréttumanna: Panta þarf grill, kamar, tjald og sendibíl, fá leyfi þjóðgarðsvarðar, útbúa meðlæti, kaupa inn o.þ.h.
 

2. Prentarar

Hugmynd var um að kaupa laser-prentara til að lækka prentkostnað. Eftir verðkönnun kom í ljós að ekki munaði miklu og því var ákveðið að kaupa hylki í prentarann sem til er og sjá hvernig rekst.


3. Símtöl

Spurning er hvort þurfi að áframsenda símtöl í síma lögréttumanna eða goða, eða hvort kaupa eigi farsíma sem gengur manna á milli. Málið var rætt en ekkert neglt niður að sinni.


4. Fjármál

Halldór gjaldkeri tjáði lögréttu að félagið hefði rétt svo nægilega veltu til að reka sig; ekkert sé hægt að leggja til hliðar í núverandi rekstri með þessum fjölda félagsmanna. Búist er við hækkun innkomu þann 1. desember þegar sóknargjöld verða endurreiknuð. Halldór lýsti áhyggjum af hofbyggingarframkvæmdum og -áætlunum og segir að fjölga þurfi félagsmönnum verulega til að fjármál verði viðráðanleg miðað við fyrirhugaðar framkvæmdir.


5. Kynningarmál

Hugmynd kom upp um að búa til boli og selja til styrkar félaginu. Kanna á verð og taka málið fyrir seinna.


6. Bréf frá félagsmanni

Egill víkur af fundi. Félagsmaður lagði fram bréf frá lækni hvað varðar heyrnarskerðingu sem félagsmaðurinn tengir við tónleika hljómsveitarinnar Týs sem haldnir voru í húsnæði Ásatrúarfélagsins árið 2002.

Fundi slitið kl. 20:15
Fundarritari: Haukur Bragason