Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 1. maí 2015

Lögréttufundur haldinn föstudaginn 1.maí  2015, kl 18:00.
 
 
Mættir: Hilmar, Silke, Alda Vala, Kári, Jónína, Jóhanna, Hulda Sif og Magnús Jensson arkitekt. Sigurður Mar á SKYPE
 
 
Fundurinn var boðaður til að kynna hofskýrslu og ræða notkun á rými fyrsta og annars áfanga.
 
Magnús mætti með allar teikningar af hofinu ásamt skýrslunni. Hann las skýrsluna fyrir fundarmenn og útskýrði jafnóðum hugsanlega nýtingu á hverju rými fyrir sig.  Nokkrar umræður urðu um nýtinguna, flest var nokkuð mótað fyrirfram, en nokkrar nýjar hugmyndir komu fram.
Þegar fundi var slitið hafði allt sem fyrir lá verið skoðað, en eftir stóðu óleyst verkefni sem þarf að afgreiða sem allra fyrst:
# Ræða betur um staðsetningu elds og gerð eldstæðis
# gera samantekt á því sem þarf að fara í geymslu hússins og nýtingu á því
 
Allar tillögur voru samþykktar eins og þær lágu fyrir á fundinum að undanskildu því að athuga þarf eldstæðismál betur.
 
Fundi slitið kl 21:10
 
Ritari Jóhanna Harðardóttir